Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Síða 36

Eimreiðin - 01.05.1904, Síða 36
gefið svo mikið sem bita eða sopa. Og nú fanst Frelsaranum það vera hart að segja sankti Pétri, að móðir hans hefði verið svo ágjörn, að hún gæti ekki orðið hólpin. »Sankti Pétur«, sagði hann, »hvernig getur þú vitað með vissu, að móður þinni myndi líða vel hjá okkur?« sþetta segir þú aðeins til að þurfa ekki að bænheyra mig«, sagði sankti Pétur. »Hverjum skyldi ekki líða vel í Paradís?« »Sá, sem gleðst ekki yfir gleði annarra, getur ekki þrifist hér«, sagði Frelsarinn. »Pá eru það fleiri en hún móðir mín, sem eru ekki hæfir til að vera hér«, sagði sankti Pétur, og Kristur vissi, að hann átti við sjálfan hann. Og hann varð mjög hryggur yfir, að svo mikil sorg skyldi hafa gagntekið sankti Pétur, að hann vissi ekki lengur, hvað hann sagði. Hann stóð kyr um hríð og beið þess, að sankti Pétur skyldi iðrast orða sinna og sjá, að móðir hans var ekki hæf til að vera í Paradís, en hann lét engan bilbug á sér finna. Pá kallaði Kristur engil til sín og skipaði honum að fara niður til Helvítis og koma með móður sankti Péturs upp til Paradísar. »Lofaðu mér að sjá, þegar hann sækir hana«, sagði sankti Pétur. Kristur tók í hönd sankti Péturs og leiddi hann frarn á klett, sem var alveg þverhníptur á einn veginn, og Kristur sýndi hon- um, að hann þyrfti ekki annað en beygja sig ofurlítið áfram, til að geta séð beint niður í Helvíti. Pegar sankti Pétur leit niður, gat hann í fyrstu ekki aðgreint neitt, frekar en hann hefði horft niður í djúpan brunn. Pað var eins og botnlaus gjá hefði opnast fyrir framan hann. Hið fyrsta, sem hann grilti í, var engillinn, sem þegar var kominn talsvert áleiðis niður í hyldýpið. Sankti Pétur sá, hversu engillinn flýtti sér niður í náttmyrkrið án alls ótta, og aðeins bað- aði ofurlítið út vængjunum, til þess að falla ekki með of miklum hraða. En þegar sankti Pétur hafði horft um hríð, fór hann að sjá betur og betur. Hann sá fyrst og fremst að Paradís lá á hring- mynduðu fjalli og kringum fjallið var víð gjá, og að á botninum í henni áttu hinir fordæmdu heima. Hann sá, hversu engillinn sé og sé langa lengi, án þess að ná niður í undirdjúpið. Hann varð óttasleginn, er hann sá, hve langt var þangað niður.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.