Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Page 37

Eimreiðin - 01.05.1904, Page 37
»Hamingjan gefi, að hann geti nú komist upp aftur með hana móður mína«, sagði hann. Frelsarinn leit á sankti Pétur, með sorgbitnu augnaráði. »Sá þungi er ekki tU, að engillinn minn geti ekki lyft honum«, sagði hann. Pað var svo langt niður á botninn, að enginn sólargeisli gat komist þangað, og þar var kolmyrkur. En það var eins og eng- illinn hefði á fluginu flutt með sér ofurlitla ljósglætu, svo að sankti Pétur aðeins gat grilt í, hvernig leit út þar niðri. Par voru endalaus svört klettaklungur; hvassar eða strýtu- myndaðar klappir þöktu allan botninn, og milli þeirra grilti í svarta forarpolla. Þar var ekki stingandi strá, ekki eitt einasta tré, ekk- ert lífsmark. En á öllum þessum eggbeittu klettum voru hópar af hinum fordæmdu; þeir héngu á strýtum og nybbum klettanna, er þeir höfðu kfifrað upp á, í von um að komast upp úr gjánni, og þegar þeir höfðu séð, að þeir gátu hvergi komist, höfðu þeir staðnæmst þar uppi, lamaðir af örvænting. Sankti Pétur sá nokkra þeirra sitja eða liggja með fórnuðum höndum og starandi upp á við í endalausri þrá. Aðrir höfðu tekið höndum fyrir andlit sér, eins og til að hylja vonleysisauðnina kringum sig. Þeir voru allir grafkyrrir, engum þeirra virtist þykja það ómaksins vert að hreyfa sig. Sumir lágu hreyfingarlausir í pollunum, án þess að reyna til að komast upp úr þeim. Skelfilegast var þó, hvílíkur fjöldi þar var af fordæmdum. Gjáarbotninn virtist úa og grúa af hausum og skrokkum. Og sankti Pétur fyltist nýjum ótta. »Pú skalt sanna, að hann finnur hana ekki«, sagði hann við Krist. En Kristur leit aðeins á hann, með sama hrygga augnaráðinu og áður. Hann vissi vel, að sankti Pétur mátti vera óhræddur. En sankti Pétri sýndist stöðugt eins og engillinn gæti ekki fundið móður sína innan um allan þennan mikla fjölda fordæmdra. Hann breiddi út vængina og sveif fram og aftur niðri í hyldýpinu, meðan hann var að leita að henni. Alt í einu kom einn af veslingunum niðri í dýpinu auga á engilinn. Og hann stökk upp, teygði handleggina gegn honum og hrópaði: »Taktu mig með, taktu mig með!« Pá færðist alt í einu líf í allan hópinn. Allar þær miljónir ' miljóna, sem vanmegnuðust niðri í Helvíti, þutu upp í sömu and-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.