Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Síða 38

Eimreiðin - 01.05.1904, Síða 38
118 ránni, teygðu upp handleggina og sárbændu engilinn um að flytja þá með sér upp til hinnar sælu Paradísar. Óp þeirra heyrðust alla leið upp til Frelsarans og sankti Pét- urs, og hjörtu þeirra nístust af harmi þegar þeir heyrðu þau. Engillinn sveif langt uppi yfir hinum fordæmdu, en þegar hann fór fram og aftur til að leita að konunni, sem hann átti að sækja, þyrptust allir á eftir honum og það var engu líkara en að stormbylur sópaði þeim með sér. Loksins hafði engillinn komið auga á konuna, sem hann ætl- aði að sækja. Hann lagði vængina saman á bakinu og rendi nið- ur sem elding. Og sankti Pétur hrópaði upp yfir sig af gleði, þegar hann sá hann leggja handlegginn utan um móður sína og hefja hana upp. »Heill sé þér, sem flytur móður mína til min«, sagði hann. Kristur lagði höndina hógværlega á öxl honum, eins og til að áminna hann um, að gleðjast ekki of fljótt. En sankti Pétri lá við að gráta af gleði yfir því, að móðir hans væri frelsuð, og hann gat ekki ímyndað sér að neitt mundi nú framar geta skilið þau. Og gleði hans jókst, þegar hann sá, að þó engillinn hefði verið fljótur á sér, þegar hann lyfti henni upp, hafði þó nokkrum af hinum fordæmdu heppnast að krækja sig í hana, til þess að verða fluttir upp til Paradísar um leið og hún. Pað voru alt að því tólf sálir, sem höfðu krækt sig fast í gömlu konuna; og sankti Pétri fanst það ekki lítill heiður fyrir móður sína, að hjálpa svo mörgum ógæfusömum frá glötuninni. Ekki gjörði engillinn heldur neitt til að varna þeim þessa, hann kom stöðugt nær og nær og hann hreyfði ekki vængina þreytulegar, en þó hann hefði verið að flytja dauðan fuglsunga til himins. En þá sá sankti Pétur, að móðir hans fór að losa sig við hina ógæfusömu, er héldu sér í hana. Hún tók um hendur þeirra og losaði tökin, svo að þeir féllu hver á fætur öðrum niður í Helvíti. Sankti Pétur heyrði, hvernig þeir báðu og grátbændu hana, en það leit ekki út fyrir, að gamla konan vildi taka í mál, að nokkur nema hún sjálf yrði hólpin. Hún losaði sig stöðugt við fleiri og fleiri og lét þá steypast niður í eymdina. Og þegar þeir féllu, endurómaði alt af kveinstöfum og formælingum.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.