Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Page 43

Eimreiðin - 01.05.1904, Page 43
123 stórblað heita eftir efnum þjóðar vorrar og ástæðum; kemur út einu sinni eða tvisvar í viku, 80 arkir minst á hverju ári, og þær stórar. Með ísafold hefjast ný tímamót í íslenzkri blaðamensku. Blöð vorhöfðu áður undurlítiláhrif haft á hugsunarhátt þjóðar vorrar Sú skoðun var alment ríkjandi, að blöðin ættu ekki að setja sér það markmið. Pau ættu aðeins að vera skuggsjá þess, sem hreyfði sér í þjóðlífinu, halda ekki fram neinni ákveðinni stefnu, en gefa sem allra-flestum stefnum mótmælalaust lausan tauminn, og gjöra helzt öllum skoðunum jafnhátt undir höfði. En auðséð hefur það á ísafold verið, að ritstjóri hennar hefur eigi haft þenna skilning á ætlunarverki blaðamannsins. Hann hefur aldrei dregið dul á skoð- anir sínar, heldur látið þær eins ótvíræðlega í ljós og unt hefur verið. Stöðugt hefur hann átt í höggi við andvígar skoðanir í öllum efnum, sem frá hans sjónarmiði hafa meira og minna öfug- ar verið, sumar rammöfugar og rangsnúnar, aðrar haldlausar og ónýtar. Deilurnar milli andstæðra skoðana hafa aldrei með þjóð vorri verið eins harðar og síðastliðinn aldarfjórðung. Hugsanir hafa verið að vakna og skoðanir að myndast. En það er með ungar skoðanir eins og óþroskaðan æskumann, er hann fyrst fer að skifta sér af málum manna. Hann heldur að hann viti alt, en hinir ekki neitt, og veitir þá ekki af, að hann sé dustaður dálítið til af hinum eldri. Paö hefur Björn Jónsson verið næsta ótrauður að gjöra og unnið með því þjóð sinni stórmikið gagn. Sumum kann að hafa funaist hann við og við nokkuð þungur og harð- hentur í þeim viðskiftum, og skulum vér ekki mæla það af hon- Ein hin göfugasta tegund alvörunnar er heilög bræði (moralsk incLignation), og 1 opinberu lffi hverrar þjóðar þarf nokkuð af henni til að vera, ef stefnuleysið og öfugstreymið á ekki að fá þar yfirhönd. Af þessari tegund alvörunnar á Björn Jónsson meira í fari sínu en flestir íslendingar aðrir, þeir er nú eru uppi með þjóð vorri, og eftir því ættu þeir að muna, sem leggja honum til lasts, þegar hann er harðorður í garð mótstöðumanna sinna. Enda álítum vér óhætt fram að taka, og þykjumst ekki segja það út í bláinn, að enginn einn af samtíðarmönnum vorum hafi, þegar alls er gætt, haft jafn-mikil áhrif og jafn-víðtæk á hugsunarháttinn með þjóð vorri og hann. ísafold hefur þrátt fyrir alt myndað nýtt almenningsálit í landinu; hún hefur myndað andrúmsloft í andlegum skilningi, sem ekki var áður til. Ekki þorum vér að segja, að það almenningsálit hafi enn orðið ofan á hjá meiri hlut-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.