Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Síða 44

Eimreiðin - 01.05.1904, Síða 44
124 anum af þjóðinni. Að minsta kösti ber það ekki ávalt sigur úr býtum, heldur verður æði oft að lúta í lægra haldi, á ýfirbörðinu að minsta kosti. En mikill hluti hinna helztu manna og beztu, sem nú eru uppi, lifa í því andrúmslofti og ljá þeim skoðunum fylgi sitt. Paö er eigi ávalt, að þeir eigi til langframa sigri að hrósa, sem mest stundarfylgi hafa, og í bili bera hærra hlut í leik. Hin þunga undiralda þess almenningsálits, er um stund verður að lúta í lægra haldi, skilar sér á sínum tíma og verður þá þeim mun öflugri, sem hún hefur lengur á leiðinni verið. Sumir blaðamenn dekra við það almenningsálit, sem þeir vita að ræður lögum og lofum, þótt þeir finni til þess, að það sé bæði spilt og öfugt. Peir þreifa fyrir sér, áður en þeir láta nokkurar skoðanir í ljósi, til að fá vitneskju um, hvernig almenningur manna muni á málin líta. Slíkt dekur á ekkert annað en fyrirlitningu skilið. Enda hefur það frá upphafi verið eins fjarlægt ísafold og ritstjóra hennar og frekast má verða. Á öllum tepruskap og »húmbúggi« hefur hann ávalt megna óbeit og lætur í ljós álit sitt á mönnum og málefnum hiklaust í blaði sinu, hvað sem hver segir. Ear er karl- mannlega til dyranna komið í hvert skifti og einarðlega. Pegar ritstjórinn er sannfærður orðinn um ágæti einhvers málstaðar eða skoðunar, ljær hann fylgi sitt ótrauður og liggur ekki á liði sínu, og mun hann oftast drjúgur reynast. Lætur hann það þá litlu skifta, hve margir kunna að vera á móti. Björn Jónsson er giftur Elísabetu Sveinsdóttur, systur Hallgríms biskups Sveinssonar. Þau eiga fjögur börn, öll upp- komin og mannvænleg. Guðrún er nýgift Pórði lækni Pálssyni í Axarfirði, Sigríður er nýfarin til Kaupmannahafnar til að leggja stund á málaralist, en Sveinn og Ólafur stunda báðir nám við háskólann í Kaupmannahöfn. Myndin, sem Eimreiðin flytur af honum, er tekin í Kaup- mannahöfn í byrjun þessa árs. Að ytra áliti er hann all-ólíkur flestum íslendingum. Hann hefur verið dökkur á brún og brá, en er nú tekinn að hvítna og ber það með sér, að vera vestfirzkur að kyni, og þá um leið að líkindum ættaður vestan um haf að fornu fari, þar sem víkingarnir höfðu blandast blóði Keltanna. Peim, sem þekkja hann, kemur saman um, að leitun sé á skemti- legri manni og elskulegri í allri umgengni. Hann neytir aldrei áfengra drykkja, hefur megna óbeit á drykkjuskap, styður bind- indishreyfinguna af alefli, og hefur mörgum drykkjumanni á fætur

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.