Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Page 45

Eimreiðin - 01.05.1904, Page 45
125 komið. Kristindómurinn og kirkjan hefur ávalt átt griðland í blaði hans; þar hefur mörg ágæt hugvekja komið í kristilega átt, og kristilegri lífsskoðun ávalt verið haldið fram, en vantrúarbelgingur og árásir lokað úti. Björn Jónsson ritar hreinna íslenzkt mál en flestir aðrir, og hefur tamið sér stíl svo einkennilegan og persónu- legan, að hvert orð, er hann ritar, má vanalega þekkja, þótt nafns hans sé hvergi getið. *** *** *** Framanskráð grein er hér prentuð upp úr Almanaki Ó. S. Thorgeirssonar í Winnipeg fyrir 1904. Með því að það rit má ekki, fremur en önnur útlend almanök, selja á íslandi, þótti oss rétt að gefa mönnum heima kost á að sjá greinina, þar sem hún bæði er um einn allra merkasta mann þjóðar vorrar, og hinsvegar svo vel rituð, að óviðurkvæmilegt væri, að þeir, sem hún varðar mest, fengju ekki að sjá hana. Hún hefur og þann mikla kost, að hún er skrifuð af manni, er engan þátt hefur tekið í flokkadráttum þeim, er átt hafa sér stað á íslandi að undanförnu, heldur setið sem athugall áhorfandi í fjarlægu landi, og hefur því margfalt betri skilyrði til að dæma rétt og óhlutdrægt um menn og mál á íslandi, en flestir aðrir, sem heima fyrir eru eða við baráttuna hafa verið riðnir. Allir óvilhallir menn munu og verða að játa, að ekkert sé ofhermt af því, sem í greininni segir. Hitt erfremur, að margs sé enn ógetið af þjóðræknisstörfum Björns Jónssonar, t. d. afskiftum hans af bókmentum vorum, af bæjarmálum í Rvík, hinu sífelda líknafstarfi hans í kyrþey og hvílíkur bjargvættur hann jafnan hefur reynst öllum bágstöddum, sem hans leita. og fleira þess konar. En vér höfum þó viljað láta greinina halda sér óbreytta, jafnsnjöll og hún er, það sem hún nær. Einu breytingarnar, sem vér höfum gert, eru, auk nýrrar fyrirsagnar, þær, sem af því hlutu að leiða, að greinin er hér prent- uð í Eimr. (í staðinn fyrir í Almanakinu, sem hún upprunalega er rituð fyrir) og myndin önnur (yngri en sú í Almanakinu). Að síðustu skal þess eins getið, að hér er ekki um neina einstaka, hjáróma rödd að ræða, að því er álitið á lífsstarfi B. J. snertir. Hvílíka gleði það vakti hjá Rvíkurbúum, er hann kom heim aftur heill á hófi í marzmánuði, má meðal annars sjá af því, að honum voru þá haldin tvö fagnaðarsamsæti, og tóku flestir hinna helztu og merkustu bæjarmanna þátt í þeim, í öðru milli 40—50, en í hinu framt að 60 manns. Voru þar haldnar margar ræður fyrir minni hans og kvað mjög við líkan tón og í framanskráðri grein síra Fr. J. B. í*ar var honum fluttt svo látandi kvæði: Kom þú sæll af svöluui mar, sómi lands og þjóðar; heilsa þér nú hýreygar happadísir góðar. Leikur kátt við lága gátt ' ljósálfanna fjöldinn: Óhamingju íslands hátt yfir barstu skjöldinn. Kom þú sæll úr sigurför, sæmd og heiðri krýndur. í>ú ert bitur, oddhvöss ör, af þér sjálfum brýndur. Verði margur maki þinn, merkisberinn snjalli, þá mun rísa röðullinn rór að hæsta fjalli. f^ér mun aldrei íslands sól yfir þurfa að gráta. íslenzk saga, bygð og ból blessað nafn þitt láta. Meðan yfir ísafold árdagsljósin kvika, skal þitt nafn á móðurmold, mögur landsins, blika.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.