Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Side 47

Eimreiðin - 01.05.1904, Side 47
127 þvi embætti enn. Hann er sá fyrsti íslendingur (í Ameríku), sem náð hefur þessu stigi (B. mus.) í söng og píanó-music og komist hefur að lærðum skóla sem kennari í þeirri grein. Steingrímur K. Hall er maður fríður sýnum, grannvaxinn og hinn prúðmannlegasti í framgöngu; viðmótsþýður er hann og glaðlyndur og — það sem er mest um vert — hann er góður maður. J. M. B. Draumurinn. Eftir LÚKÍAN. 1. Eg var nýlega hættur að ganga í drengjaskóla og um það bil að komast í yngismanna tölu. Átti þá faðir minn ráða- gerð við vini sína um það, hvað hann ætti að láta mig læra. Vóru flestir á því, að vísindavegurinn væri torsóttur, krefði langan tíma og töluverðan tilkostnað; til þess þyrfti Ijómandi góðan efna- hag, en okkar heimilishagur værí þröngur og svo varið, að skjótrar hjálpar mundi við þurfa. En aftur á móti, ef ég lærði einhverja af þessum algengu handiðnum, þá mundi ég sjálfur bráð- um hafa nægilegt fyrir mig af iðn minni, svo ég þyrfti ekld, svona upp kominn, að liggja uppi á foreldrum mínum og í annan stað mundi þess skamt að bíða, að ég gleddi föður minn með því að færa honum það, sem mér í hvert sinn áskotnaðist. 2. Pví næst var það tekið til umræðu, hvaða handiðn mundi vera bezt og auðlærðust, fullsæmandi frjálsbornum manni, kostn- aðarlítil og þó nægileg til lífsuppeldis. Og er einn hélt fram þess- ari, en annar hinni, hver eftir sinni ætlun og reynslu, þá lítur faðir minn til móðurbróður míns, sem þótti vera einhver bezti stein- höggvari og segir: »Ekki væri það rétt, þegar þú ert viðstaddur, að önnur handiðn væri látin sitja í fyrirrúmi; en taktu nú dreng- inn til þín og gerðu úr honum dugandis steinhöggvara og mynda- smið; honum verður eitthvað til þess, því góða hefur hann hæfi- leikana, eins og þú veizt. Þetta réði hann af hinum smáu vax- myndum, sem ég var að gera að gamni mínu, því hvenær sem kennararnir litu af mér augunum, þá skóf ég vaxið af rit-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.