Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Síða 55

Eimreiðin - 01.05.1904, Síða 55
i35 því vindurinn blés af Barðaströnd og bakkinn á fjöllunum þyrlaðist hátt, og sjórinn var hvítur — þar sá varla' í blátt. Hann ætlaði sér fyrir Öndverðarnes, ef unt væri’ að komast í lygnari sjó; en innan úr firðinum ákaft blés og öflugum byljum í seglið sló, og djúpt sig í röstinni græðir gróf. Og þá var hann Örlygur byrstur á brún, og blautt af drifi hans skegg og hár; hann skipaði seglið að hefja við hún og herða sig betur við hverja ár, ef einhver fyndist þar karskur og knár. Hann sjálfur án hvíldar í stafninum stóð og stýrði svo hátt, sem kostur var á; í kringum hann hamaðist kólgunnar flóð, og knörrinn í hlé á borðstokknum lá, og árarnar allar hann svigna sá. Hann inn undir strönd móti löðrinu leit, og leik, sem var stór, fyrir augu hans brá, hver hrinan þar torfur úr hafinu sleit og henti sem lausamjöll til og frá. — Sem fylking af dansandi flögðum hann sá, Við stjórnvölinn hvítnuðu hnúar hans og í hug sínum fann hann ei laust við geig, því hér vóru’ ei tiltök að leita til lands. Hann lagði á stefnuna dálítinn sveig — í fyrsta sinn Örlygur undan seig. Og svo þraut dagur og dimdi af nótt, og drifskýin urðu sem rjúkandi sót; á þvílíkum dögum dimmir fljótt — og dökk vóru fjöllin við skýjanna rót, og virtust ei sýna nein vináttuhót.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.