Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Síða 59

Eimreiðin - 01.05.1904, Síða 59
139 Betri er ein haustbreiðsla en tvær vorbreiðslur. Blint er annars brjóst. Betra er brjóstvit en bókvit. Bilar flest, sem brákað er. Boðorð gera brot fleiri. Bragð er að, ef sjálfur (barnið) finnur. Betur má, ef duga skal. Betri eru fimtán ær aldar en tuttugu kvaldar. Borguð skuld ber til sæmdar. Bæði eru skærin góð. Dygðin frýs, þó fái prís. Dugðu nú, Drottinn minn, því nú get eg ekki lengur. Dýr mun Hafliði allur. Ekki er í kot vísað. Ekki er von að vel fari. Enda gull má of dýrt kaupa. Enginn ætli það öðrum, sem hann hefir ekki nokkuð af sjálfur. Enginn er fæddur með formenskunni. Enginn gerir vítt eða sítt úr engu. Ekki geðjast Djöfli dans nema darki með. Einn eyrir losar annan. Einn greiði borgar annan. »Eg skal jarma«, sagði lambið, »þangað til grasið kemur upp í munninn á mér«. Ekki er hatturinn borgaður, þó honum sé hátt hreykt. Enginn hefur á þögninni. Ekki verður bæði slept og haldið. Ein stund ýtir annarri. Eg þakka það, þegar ég smakka það. Enginn veit, hver ósoðna krás hlýtur. Ekki skvetti ég illu vatni brott fyr en ég fæ gott. Ekki skal smíða negluna fyr en bátinn. Ég skal þá hundur heita ef —. Ekki er gullið í skelinni. »Ekki dró hann af mér titilinn«, sagði stúlkan, »hann kallaði mig: heiðurs góða jórnfrú*. »Ekki er Guði um allar syndir að kenna«, sagði kerlingin. Ekki er hægt að sjá við öllum leka. Enginn ver dauðanum.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.