Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Síða 61

Eimreiðin - 01.05.1904, Síða 61
Hann varð naumt fyrir Skagatána. »Hann rær undir, himnafaðirinn, þó hann látist hvergi nærri koma«, sagði Teitur guðlausi. Hann er allur í orði, enginn á borði. Hvarkvæm er ástin. Hvernig lætur moldin sér? Honum er sama, í hverri Keflavíkinni hann rær. Hann er ekki alt (allur) í sómanum. Hann gerði hvorki að blikna né blána. Hann er góður og gerðarhægur. Hann er með annan fótinn í ístaðinu. Hann þóttist hafa himin höndum tekið. Hækkar hagur Strympu. Hann kafnar ekki í vinsældum. Hverri mús þykir verst í sinni holu. Hann sparar skildinginn og sóar dalnum (eða: hann sparar eyrinn og sóar krónunni). Hann veit ei hvort horfir að sér handarbak eða lófi. Hrafnar klekja út hröfnum. Hrafnarnir kroppa ekki augun hver úr öðrum. Hann hefur munnholuna fyrir neðan nefið. Hann reiðir ekki vitið í þverbaks-pokum. Hægra er að breyta en bæta. Hann veður reyk á skakka Bleik. Ilt er að glettast við gamlan. í gátt er nú skröggur. í neyðinni er þræll þekkur. Kostum drepur kvenna karla offíki. Kerlingin eyddi, en karlinn að dró. Kemur að því, sem Krukkur spáði. Kvis ljótt fer fljótt, seint fer, ef sæmd er. »Lofi ég mig ekki sjálfur«, sagði karlinn, »þá er mín dýrð engin«. Lengi stendur mannsefni til bóta. »Láti guð haldast«, sagði karlinn, hann krækti í stökkulinn. Lá við skömm, en varð ekki af. Lítið var, en lokið er. Laugstu fyr og laugstu nú.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.