Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Side 62

Eimreiðin - 01.05.1904, Side 62
142 Lengi getur vont versnað. Mikið skiftir um, hver á heldur. Mikil eru verkin mannanna. Margir kokkar gera graut sangan. Margur er kviks voðinn. Mentin er löng, en mannsæfin stutt. Mér var sýnd, en ekki gefin gæs. Margs er að minnast, þegar kunnugir finnast. Miklir menn erum við, Hrólfur minn! Mér er ekki nýtt um varninginn. Mesti réttur, mestu rangindi. »Margt er skrítið í Harmoníu*, sagði kerlingin. Nú er að duga eða drepast. Nirfill nælir, Satan svælir. Nú er komið annað hljóð í bjölluna. Nú er setinn Svarfaðardalur. Nú er Guð með Gvendi og góð Jól. Oft kólnar eftir brennandi hita. Óþokki getur rist breiða lengju af annars húð. Oft er þrællinn bæði slysinn og slyppifengur. Oft flaðrar kjaftalof að síngjörnum. Oft er gylt, þó grátt sé undir. Rauð Jól, hvítir Páskar. Sá átti erindi í Lónið. Stiltu þig, gæðingur! Saxast á limina hans Björns míns. Svo liggur hver sem hann hefur um sig búið. »Sjálfum mér trúi ég bezt, maðurU sagði karlinn. Syndum bera gjöld. Sértu í vafa um hvað þú átt að gera, þá láttu ógert. Sjálfráður er hver gjörða sinna. Sá verður að lúta, sem lægri hefur dyrnar. Sá hlær bezt, er seinast hlær. Samlyndið eflir, en sundrungin veikir. Smíðaðu ekki fyr negluna en bátinn. Svikul er sjávar gjöf. »Stórlátur hef ég aldrei verið«, sagði karlinn, »en lítillæti hæfir mér ekki». Skjátlast, þó skýrir séu.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.