Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Side 70

Eimreiðin - 01.05.1904, Side 70
15° hjartanu ekki síður en höfðinu, þar sem börnin væru tekin á kné og þeim kent að elska guð sinn og fóstuijörð«. V. G. TÍÐINDI FRA KIRKJUf’INGI. iq. ársþing hins evang. lúth. kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi, haldið í Argyle-bygð, Manítóba, 18,—24. júní 1903. í bæklingi þessum, sem er 46 bls. að stærð, er yfirlit yfir gjörðir þingsins og margs konar skýrslur um starfsemi Kirkjufélagsins. í því eru nú 36 söfnuðir (2 nýjir bættust við á þinginu) og það mun nú hafa um 10 presta í þjónustu sinni (vóru 7, en þá von á einum 3 í viðbót). Um skólamálið vóru skoðanimar skiftar á þinginu. Vilja sumir hætta við íslenzku kensluna við Wesley College og gera sem skjótast gangskör að því, að koma á fót sameiginlegum alíslenzkum skóla. En aðrir vilja halda áfram í sama horfi og næst undanfarin ár og reyna að fá stofnað annað kennaraembætti í íslenzku við ein- hvem skóla í Bandaríkjunum. En úrslit þess máls bíða næsta kirkju- þings. Síðari leiðin virðist hin eina rétta, ekki að eins vegna þess, að stofnun viðunandi sérstaks skóla mundi revnast Vestur-íslendingum langt um megn fjárhagslega, heldur og vegna þess, að hin leiðin er miklu líklegri til að geta með tímanum fengið víðtækari þýðingu fyrir tungu vora og bókmentir út á við. Er þar sjón sögu ríkari, jafnmikið og áunnist hefur nú þegar, þar sem íslenzkan er nú viðurkend til jafns við önnur heimsmál bæði í undirbúningsdeildinni og tveim fyrstu bekkjum lærðu deildar Wesley-skólans. Skrítið væri að yfirgefa nú þá leiðina, sem reynst hefur jafnhappasæl þegar í byijun, en leggja út í ófæru. V G. ALMANAK 1904. X. ár. (Ó. S. Thorgeirsson) Winnipeg. Þessi árg. er hinn eigulegasti og að flestu leyti jafnoki næsta fyrir- rennara síns. Helztu ritgerðir í honum eru: Framhald af Landnáms- sögu íslendinga í Vesturheimi eftir síra Fr. J. Bergmann, ritgerðir um skáldið Björnstjerne Björnsson, um Roosevelt forseta Bandaríkjanna og um Björn Jónsson ritstjóra (allar með myndum), »Dauðinn«, smásaga eftir Gunnst. Eyjólfsson, »Úr búskaparsögu Vestur-íslendinga« (um Skafta Arason, með mynd) o. s. frv. Alt þetta er mætavel ritað og efnið yfirleitt vel valið. Frágangurinn er og að flestu leyti mjög góður, málið hreint og gott, pappír og prentun í góðu lagi, að undanskildum mynd- unum; þær eru allar fremur laklegar, nema ein, sem prentuð er á sérstöku blaði (af Merkjafoss í Fljótshlíð). En einn stórgalli er þó á þessum árgangi. Prófarkalestur á honum er afleitur. I’að úir og grúir af prentvillum í honum og þeim sumum slæmum (eins og t. d. Egjálf- unni, Sálholti, lúierskur f. Eyjaálfunni, Skálholti, lúterskur o. s. frv.). Er þetta því hraparlegra, sem svo vel er vandað til alls að öðru leyti, enda hefur prófarkalesturinn verið miklu betri að undanförnu. V. G. THE MAPLE LEAF ALMANAK 1904. V. ár. Útgefandi: S. B. Benedictsson. Winnipeg. sBatnandi manni er bezt að lifa« segir máltækið, og nokkuð svipað

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.