Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Síða 72

Eimreiðin - 01.05.1904, Síða 72
 íslenzk hringsjá. BJÖRN VÍKINGUR (»Björn der Wiking. Ein germanisches Kulturdrama in vier Akten«. I.eipzig) heitir þýzkt leikrit eftir Robert Riemann og er það um Bjóm Breiðvíkingakappa. Aðalpersónurnar, sem allar eru teknar úr Eyrbyggju, eru þessar: Snorri goði, Puríður systir hans, Björn Breiðvíkingakappi, í*óroddur skattkaupandi, Asbrandur faðir Bjarnar, Pórir viðleggur og synir hans, Örn og Valur. Nokkrar aukapersónur hefur og höf. sjálfur búið til að meira eða minna leyti. I.eikurinn fer fram á íslandi um árið iooo. Höf. byggir aðallega á Eyrbyggju, en hann fylgir eigi sögunni vandlega. Efni leiksins er í stuttu máli á þessa leið: Bæði Björn og Þóroddur hafa beðið Þuríðar. Hún ann Birni, en Snorri vill heldur gefa hana Póroddi. Hann hefur lofað báðum biðlunum því, að sá þeirra, sem kemur aftur eftir þrjú ár með mestan auð og frægð^ skuli fá Þuríðar. Sakir þess hafa þeir farið báðir af landi burt til að afla sér fjár og frama. Nú byrjar leikurinn: í’uríður þráir Björn, en Snorri er hliðhollur í*ór- oddi. Hann telur sér meiri hag að mægðum við Þórodd, því Þóroddur muni fylgja sér að öllum málum, en Björn muni eigi verða sér leiðitamur. Þóroddur kemur nú úc til íslands með mikið fé, en Björn er sagður dauður, Þessu er trúað og Þór- oddur fær ÍÞuríðar. En Björn kemur til íslands rétt á eftir. Verða þá miklar deilur milli þeirra. Björn og Asbrandur eru annars vegar, en Snorri, í^óroddur, í^órir við- legfsur synir hans hins vegar. f^uríður ann Birni og er vinkona hans. Margt kemur fram í deilum þessum og styrjöldum, sem enginn fótur er fyrir í sögunni. Deilunum lýkur að síðustu á þann hátt: tóroddur drepur Ásbrand, en Björn hefnir föður síns og vegur Val og Örn. Þuríður drepur í^órodd mann sinn og flýr af landi burt með Birni. Petta eru leikslokin. Persónurnar í leiknum eru sjálfum sér samkvæmar að lyndiseinkennum, en Eyrbyggja lýsir þeim á annan hátt, t. d. Snorra goða og einkum Þuríði. Höf. virðist hafa haft sér til hliðsjónar »Víkingana á Hálogalandi« (leikrit Ibsens) og reynt að gera dálitla Hjördís úr fhiríði, en það hefur eigi tekist vel. — Eigi er ólíklegt, að leikurinn fari vel á leiksviði og honum verði tekið allvel af þeim, sem eigi eru gagn- kunnugir Eyrbyggju. Höf. kallar leikritið: »Ein germanisches Kulturdrama«. Óefað hefði verið réttara að kalla það: »Ein islándisches Kulturdrama«. Allur búningur bókarinnar er mjög vandaður og prentun og pappír í bezta lagi. H P. UM LEIKRIT OG LEIKHÚS Á ÍSLANDl hefur J. C. Poestion ritað ágæta grein í tímaritið »Búhne und We1t« 1902, bls. 190—197. — í grein þessari eru og myndir af leikskáldunum Matthíasi Jóchumssyni og Indriða Einarssyni og leikendun- um Árna Eiríkssyni, Stefaníu Guðmundsdóttur og Friðf. Guðjónssyni; þar er og mynd af leikhúsinu í Reykjavík. Grein þessi er rituð með stakri þekkingu og mesta vel- vilja eins og alt, sem höf. ritar um ísland og íslendinga. H. P. UM NORSK-lRSKA MÁLIÐ (»Notes on the Norse-Irish Question«) ritar W. A, Craigie í Oxford mjög góða grein i »Arkiv íör norkisk Filologi« XIX, bls. 173 —180. Grein þessi er svar til dr. A. Bugge, sem ritaði um sama efni í »Aar-

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.