Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Side 76

Eimreiðin - 01.05.1904, Side 76
156 ingar á söngtólamyndum af eins konar ferskeyttum strengleikum, er líkjast helzt lýrum, en þó að sumu leyti smáhörpum. Að endingu er yfirlit yfir efni ritgerðarinnar og verður niðurstaða málsins sú, að írar virðast hafa átt flestar tegundir strengleika, þá Engilsaxar og því næst Norð- urlandabúar. Hjá írum er að finna um 800 e. Kr. eins konar ferskeytta strengleika, máske millilið milli lýru og hörpu, og frá 12. öld hörpur (clarseth og telyn); líkleg- ast hafa og cruit verið líkar hrottum seinni tíma og verið því eins konar lýrur. Engilsaxar höfðu alt frá 7. öld eins konar lýru og þeir höfðu einnig þríhyrndar hörpur, líkar írahörpum. en nokkru minni og helzt hafðar til þess að leika á undir Icveðskap skáldanna. í*að verður ekki af neinu séð, að hinir fornu Germanar á meginlandinu, Gotar og þjóðverjar, hafi þekt hina þríhyrndu og eiginlegu hörpu, hennar finst ekki getið á þýzkalandi fyr en á 9. öld og er þá nefnd Engilsaxa-harpa (Cythara anglica). Aftur á móti ber hermannslýran, sem áður var getið, þess ljósan vott, að lýrur hafi tíðkast á meginlandinu áður en Engilsaxar fluttust til Englands. — Ef til vill er sú lýrutegund komin frá Grikkjum; hvað sá strengleikur hefur þá heitið, er óvíst. Frá 9 öld hefur hún annað lag (bjúglýra) og er þá víst kölluð rotta eða hrotta (hrotti), sbr. cruit og crwth. Fröken Panum ætlar að orðið harpa hafi upp- runalega táknað þessa lýru, en Engilsaxar hafi svo haft það um hina þríhyrndu hörpu, sem virðist hafa verið fyrst gerð á Bretlandseyjum; þegar svo þetta hljóðfæri breiddist út til meginlandsins, gekk það þar undir nafninu harpa. Hvernig streng- leikar Norðurlandabúa hafa verið í fornöld, er óvíst, en frá miðöldunum eru til myndir af eins konar lýrutegund og þríhyrndri hörpu, sem eiga að sýna strengleik þann, er í Eddukvæðunum nefnist harpa. Af hinum íslenzku frásögnum um hörpur Heimis og Noma-Gests sést, að átt er við eiginlegar þríhyrndar hörpur. í Kravík í Noregi hef- ur fundist eins konar lýra, sem er ólík nokkuð myndunum af >hörpu« Gunnars í ormagarðinum, og virðast Norðmenn því hafa þekt tvær tegundir af lýrum. Allir þessir fornu strengleikar, sem fröken Panum ritar um í ritgjörð þessari, vóru harpaðir. Hér er ekki getið um gígjur, fiðlur né langspil. f’essir strengleikar eru nokkru yngri að uppruna en lýrur og hörpur, og eru dregnir með boga Boginn mun þó þegar á 9. öld hafa komið til Norðurálfunnar austan úr Asíu. Ritgjörð þessi er einkar vel samin, fróðleg og skemtileg; hún varpar nokkru ljósi yfir einn merkilegan þátt af sögu söngfræðinnar hjá fornþjóðum þeim, er íslend- ingum eru skyldastar. M. P. UM EGIL SKALLAGRÍMSSON og ferð hans, er hanu orti Eiríki blóðöx Höfuðlausn flutti prófessor Finnur Jónsson fyrirlestur í fyrra vetur í Vísindafélagi Dana, sem nú hefur komið út í skýrslum um gjörðir þess á umliðnu ári. Eins og kunnugt er, hafa þeir síra Jón á Stafafelli og prófessor Björn Olsen látið í ljósi (í Tímariti Bókm.fél. 1895 °g 97) þá skoðun sína, að Egill hafi ekki komið beint frá íslandi, er hann lenti í greipum Eiríki konungi í Jórvík, heldur dvalist í Noregi veturinn áður í sömu förinni og ort þar Höfuðlausn; en þetta er alt á móti orðum sögunnar. Byggja þeir þetta einkum á því, að Egill segir í upphafi kvæðisins: »Vestr fórk of ver«. þessa skoðun hefur Halldór sál. Friðriksson hrakið áður (í Tímar. 1887) og próf. Finnur leiðir nú mörg rök að því, að Egill hafi vel getað tekið þannig til orða, þótt hann kæmi beina leið frá íslandi. Eins og sagt er um landnámsmenn þá, er komu frá Bretlandseyjum, að þeir hafi komið vestan urn haf eins gat Egill sagt, að hann færi vestr um haf er hann fór frá íslandi til Englands. Af Höfuðlausn sjálfri, lausavísum Egils og Arinbjarnardrápu tilfærir próf. Finnur

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.