Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Side 80

Eimreiðin - 01.05.1904, Side 80
i6o 2. gr.: »Hlutafé bankans skal vera 5 miljónir franka (1 miljón Vestureyja-dala), og er hlutafélaginu skylt að taka það hlutafé að sér með ákvæðisverði. Af hluta- fénu skal greiða í peningum að minsta kosti einn fjórðung; fyrir hinu gefa þeir 4 bankar, sem í félaginu eru, út tryggingarskjöl. Þessi tryggingarskjöl skulu seld fjár- málaráðaneytinu í Kaupmannahöfn til geymslu. Þegar fjármálaráðherrann álítur slíkt nauðsynlegt til tryggingar því, að bankinn geti fullnægt skyldum sínum, getur hann krafist þess, að meira verði greitt af hlutafénu í peningum; verður þá upphæð trygg- ingarskjalanna færð niður að sama skapi. Með samþykki fjármálaráðherrans má auka hlutaféð, en þó ekki fyr en hið upprunalega hlutafé, 5 miljónir franka, er að fullu greitt bankanum«. 3. gr.: »í*jóðbanka Vestureyja Dana skal heimilt, eftir því sem viðskiftaþörfin krefur, að gefa út seðla, er nemi alt að 10 miljónum franka (2 miljónum Vestureyja- dala), gegn því að bankinn 1) hafi í vörzlum sínum málmforða, er nemi að minsta kosti 3/8* af þeirri seðlaupp- hæð, sem í hvert skifti er úti; 2) hafi vissa og auðselda eign til tryggingar þeim hluta seðlafúlgunnar, sem ekki er trygður með málmforðanum, svo og öðrum kröfum, er á bankanum hvíla, er nemi jafnmiklu verði. Seðlarmr skulu greiðast handhafa, þegar krafist er, með mótuðu gulli bæði við aðalbankann á St. Thomas og við skrifstofu bankans eða umboðsdeild (Agentur) í Kaupmannahöfn«. í 9. gr. er ákveðið, að bankinn skuli greiða ríkissjóði Dana árgjald, er sam- svari 10 °/0 af árlegum arði bankans. 13. gr.: »Bankinn skal hafa heimili sitt, aðalskrifstofu og varnarþing í Char- lotte-Amalie á St. Thomas og útibú í Christianssted og Frederiksted á St. Croix. Bankinn skal hafa skrifstofu eða umboðsdeild í Kaupmannahöfn«. 14. gr.: »í bankaráðinu sitja 7 menn, og kýs fjármálaráðherrann 2 þeirra, og annan þeirra formann ráðsins, en hluthafarnir 51 2. Auk þess má skipa 2 varamenn, og kýs fjármálaráðherrann annan þeirra, en hluthafarnir hinn. Bankaráðið heldur fundi sína annaðhvort í Kaupmannahöfn eða á St. Thomas. Hinn árlega reglulega aðalfund bankans skal sömuleiðis halda annaðhvort í Kaupmannahöfn eða á St. Thomas3. Á aðalfundi hefur hver fundarmaður atkvæði í hlutfalli við þá hlutaupphæð, sem hann á eða sýnir umboð fyrir«. 17. gr.: »Geti bankinn ekki á því tímabili, sem einkaleyfið gildir fyrir, uppfylt skyldur sínar, hefur hann fyrirgert leyfi sínu. Annars á og ríkið rétt á, áður en leyfistíminn er á enda, að afnema eða takmarka þann rétt, sem bankanum er veittur til að gefa út seðla. Verði það gert, skal hlutafélagið eiga rétt á að krefjast, að ríkið taki við öllum eignum og skuldum bankans og innleysi alt hlutaféð með ákvæð- isverði að viðbættri upphæð, er sé jöfn þeirri fjárhæð, en hluthafarnir hafa fengið í arð fram yfir 4 °/0 á ári síðustu 5 árin. í*ó verður aldrei krafist, að hlutirnir séu innleystir við hærra verði en 125 °/0«. í*að hefði sjálfsagt ekki verið óhyggilega ráðið, að hafa eitthvert ákvæði svip• að þessu í lögunum um íslandsbanka; en þar finst nú ekkert í þá átt. V. G. 1 í íslandsbanka: 2 í bankaráði íslandsbanka sitja líka 7 menn, en af þeim kjósa hluthafarnir ekki nema 3, alþingi 3 og ráðherrann er sjálfkjörinn formaður. 3 í lögunum um íslandsbanka er ákveðið, að bæði bankaráðsfundir og aðal- fundir skulu haldnir í Reykjavík.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.