Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1912, Blaðsíða 9

Eimreiðin - 01.01.1912, Blaðsíða 9
9 En goðafræði forfeðra vorra, sem skráð er í Snorra-Eddu, lýsir goðunum í aðra röndina alveg eins og mönnum, og sést á því, að goðunum eru eigi eignaðir eiginleikar aðrir en þeir, sem mönn- unum eru samgrónir. Goðin bera vopn, auka kyn sitt o. s. frv. Óhætt er að fullyrða, að forfeður vorir hefðu eigi kosið sér þau orð í munn, að meyjar þrjár væru við Urðarbrunn og sköpuðu mönnunum aldur, nema af því, að þeir höfðu hitt bak við eyrað, að konurnar jarðnesku skapa mönnunum í raun og veru gæfu og ógæfu. »En þeir menn, sem fyrir ósköpum verða, þá valda því illar nornir.« ]?eir bæta því við. þar kemur aftur í ljós skoðun þeirra á valdi konunnar, sem hún ber í höndum, til að skaða manninn, þegar því er að skifta. fessi hugmynd öll saman kemur fram í einni feiknamynd í Njálu, þar sem sagt er frá Dörruði á Katanesi, föstudaginn sama, sem Brjánsbardagi var háður. Svo er sagt, að Dörruður gekk út. »Hann sá að menn riðu tólf saman til dyngju einnar og hurfu þar allir. Hann gekk til dyngjunnar. Hann sá inn í glugg einn, er á var, og sá, að þar vóru konur inni og höfðu færðan upp vef. Mannshöfuð voru fyrir kljána, en þarmar úr mönnum fyrir viftu og garn, sverð var fyrir skeið, en ör fyrir hræl.« þær kváðu Darraðarljóð, sem er blóðugt bardagakvæði. »En þegar kvæðinu var lokið, rifu þær sundur vefinn og hafði hver það, er hélt á. Pá riðu þær i burt þaðan, sex í suður og sex í norður.« »Vindum, vindum vef Darraðar« kváðu þessar konur og endur- tóku þessi orð margsinnis. — Dörruður er sama sem bardaga- maður, og Darraðarvefur vefur bardaga og blóðsúthellinga. — Pær sögðust vinda þann vef, upp og ofan. Þær þóttust hafa vald til þess og alla burði, að vinda styrjaldarvefinn. Brjánsbardagi var og af völdum konu einnar, sem var svikanorn og flagð undir fögru skinni. Pær hafa ef til vill átt við þá atburði, sem gerðust þann dag. En vera má, að þær hafi og átt við hitt og haft það bak við eyrað: að Darraðarvefur lífsins og tilverunnar er að miklu leyti í höndum kvenkynsins; því að þræðirnir í Darraðarvef lífs- ins eru örlagaþræðir mannanna. Pað er eftirtektarvert, að ein Ásynjan: Iðunn kona Braga, hafði til þess meðul og mátt, að yngja karlguðina. Hún átti epli, sem guðirnir »bitu á« og vörðu sig þannig fyrir ellinni. Þetta er enn þá eitt dæmi þess, hve fornmenn Norðurlanda skipuðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.