Eimreiðin - 01.01.1912, Side 11
sem vernduðu þá og fylgdu þeim á líkan hátt og englarnir Gyð-
ingum.
Parna kemur fram trú Noröurlandabúa á kvenneðlið, í insta
eðli sínu. feir trúðu því, að konur (nornir) kæmu til barnanna
nýfæddra og rektu þeim örlagaþræði —sköpuðu þeim aldur. Og
þeir trúðu því, að dísir og fylgjur leiddu fullorðnu mennina á
lífsleiðinni.
Og enn þá lifir þessi trú í máli manna og hugmyndum. Vér
tölum um heilla-dísir og hamingju, og eru þær hugmyndir allar
kvenkendar, og sjaldan eru nú englarnir nefndir á nafn í saman-
burði við þær. Annars verður þess eigi vart í sögunum, að forn-
menn hafi dáðst aö þeim kostum kvenna, sem runnir eru af rót-
um ástar og þolgæðis. f’eim er jafnvel brugðið oft og víða um
tilfinningaríki og hverflyndi. »Köld eru kvenna ráð,« sagði Flosi
við Hildigunni, þegar hún steypti yfir hann skikkjunni Höskuldar.
— sþekki ek ákafa kvenna,« mælti f’orvarður að Fornastöðum
við konu sína, þegar hún eggjaði hann til bardaga með syni sín-
um. Og í Hávamálum er þetta m. a. um konurnar kveðið.
... ȇ hverfanda hveli
vóru þeim hjörtu sköpuð
og brigð í brjóst lagin«.
Reyndar er þó ekki svo að skilja, áð fornmenn dragi sann-
mælið af konunum í þessum ádeilu-orðum. Feir hafa ef til vill
hugsað því líkt, sem Benedikt sál. Sveinsson mælti eitt sinn:
sÞví meiri hæfileikar, þess meiri breyskleiki.«
En hvernig sem fornmenn hafa litið á þessi efni, þá er það
bersýnilegt að þeir hafa trúað því, að konum væri gefinn mikill
máttur. Peir báru og mikla lotningu fyrir dularöflum kvenkyns-
ins. Auðséð er í sögunum, að völvurnar hafa verið álitnar svo
sem drotningar meðal almennings, því að þeim var tekið með
rausn og höfðingsháttum, þegar þær komu til búhölda eða ann-
arra höfðingja. Stundum vóru gerðir menn á fund völvunnar og
henni boðið til veizlu. Var þá kostað kapps um, að gera völv-
unni gott í skapi með gestrisni og fégjöfum og lotningu, því að
fornmenn trúðu því, að völvur gætu hefnt sín á þeim mönnum,
sem þeim mislíkaði við. Pessi kyngikraftur virðist hafa búið með
konum, fremur en körlum; hvort sem verið hefir, að trú almenn-
ings hefir átt þátt í því, eða svo hefir verið í raun og veru. Hátt-