Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1912, Side 50

Eimreiðin - 01.01.1912, Side 50
5° Á eftir glímunum hófst reipdráttur1, og þótti áhorfendum hann allgóð skemtun. Petta leikmót, sem var aðalskemtunin á þjóðhátíðinni, var þó ekki nema byrjun, eða undirbúningur undir annað betra, þar sem þá vantaöi enn leikvang (íþróttavöll), til þess að geta reynt það, sem ekki vóru tiltök að gera nema á góðum leikvelli. I öðru lagi vóru hér enn svo afarfáir, sem gátu eða kunnu nokkuð ann- að en að glíma; vantaði þá æfinguna frá upphafi, — en til þess að efnilegir íþróttamenn gætu fengið fyrirmynd til að æfa sig eftir, var þetta þó góð byrjun. Að íþróttunum loknum var verðlaunum útbýtt á hátíðasvæð- inu, og var þetta hið fyrsta leikmót, þar sem veittir vóru verð- launapeningar og vegsaukar (heiðursskjöl). LEIKMÓT UNGMENNAFÉLAGA ÍSLANDS.2 Éau leikmót hafa verið háð hingað og þangað um landið á síðustu árum, en þó einkum í Rvík, á Norðurlandi (á Akureyri og Húsavík) og við Pjórsárbrú. Á Norðurlandi hafa verið haldin 3 leikmót, og var hið fyrsta þeirra háð á Akureyri 17. júní 1909. Fóru þar fram skeið, ganga, glímur,sund,soppleikur3 * (knattspark) ,hástökkoglang- stökk. Pangað sóttu margir ungir tápmenn, og í glímunum tóku þátt nær 30 manna á ýmsum aldri. Var þeim skift í flokka eftir þyngd og verðlaun veitt í hverjum flokki. I I. fl. (undir too pd.) hlaut verðl. Júlíus Sigurðsson (Akureyri); í II. fl. (100—120 pd.) Jón Kristjánsson (Akureyri); í III. fl. (120—145 pd.) Jakob Kristjánsson (Akureyri) 1. verðl. og Jón Haraldsson (Einars- stöðum) 2. verðl.; í IV. fl. (145—165 pd.) Sigurður Sigurðs- son (Öxnhóli); í V. fl. (yfir 165 pd.) Jón Jónsson (Skjaldar- stöðum). Bæði í hástökki og iangstökki hlaut Kári Arngrímsson frá Ljósavatni 1. verðlaun. 1 IJað nafn er betra en „reiptog" (sbr. skinndráttur, beltadráttur og „er vib ramrnan rcip að draga11). 2 Eessi mót hafa verið kölluð „í þ r ó 11 a m ó t“, sem er þýðing á danska nafn- inu „Idrætsmode11, en styttra og þýðara er „leikmót11, sem er okkar eigið nafn; svo kölluðu forfeður vorir slík mót. 3 Svo kallast knattspark eða „fótboltaleikur'1 r Karlamagnássögu, og virð- «t réttast að nota það nafn. — Knattleikur er annað.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.