Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1914, Side 1

Eimreiðin - 01.09.1914, Side 1
Nokkur kvæði. I. ESTER. I vetrarsnjónum varstu Sarons rós með varman, brúnan lit um enni og kinnar. Pín sortadjúpu, bernsku brúnaljós, þau byrgðu sóldraum frumlands ættar þinnar. Mér fanst ég sjá í hreinan, lygnan hyl, er húmið faðmar — sökkva lengra og innar. Og hjartað kendi undraljúfan yl, sem aðeins fyr á heiðum sveitar minnar. — ?ú granna, átta ára pálmatré, varst ætluð prýði Jeríkóar lunda, er ilminn senda austr í Jórdánsdal — Nú ísar norræn fönn þín beru hné Og aldrei muntu í bjarga skugga blunda, því blóðug fortíð landi þínu stal. II. VETUR. Nú hylja fannir hvítar nesin breið og harður snjórinn marrar undir fótum. Við göngum einir okkar gömlu leið með ásnum frosna, kröppum þúfnagjótum. Og enn er okkur gatan langa greið, því gaddur hvílir fast á blómarótum. Par yzta hafsrönd blikar blá og heiö og bjarma slær að þessum fölu hnjótum.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.