Eimreiðin - 01.09.1914, Side 2
«58
En yfir drífa, vestur, vindhrökt ský
og vefja loftiö gráa dúnsæng í.
Við horfum báðir hljótt í mökkvann inn. —
í norðri þyrpast þykkir éljaflokkar —
Mig grunar, vinur, nú í síðsta sinn
á sömu brautir leiti hugir okkar.
III. ÍSABROT.
Eftir svellsins eyðiþunga
aftur kvikar vatnið létt.
Frjálst nú byltist aflið unga
inn við bakkans klakastétt.
Dregur anda djúpsins lunga
djarft um sérhvern vakarblett.
Bárur glitra, gárar titra.
Glaða sól við jörðu hlær.
Lækjarslitrur suða og sitra.
Sölnar fjallsins hvíti snær.
Mæða vetrar máttinn bitra
morgunskin og sunnanblær.
Allir vorsins ungu söngvar
óma gegnum huga rninn.
Víkka hjartans vonir þröngvar.
Vermist blóð, en roðnar kinn.
Orðlaus gleði öldum slöngvar
upp í breiðan himininn.
IV. FALLNAR TÓTTIR.
Hér er nierki um læging þessa lands:
Leifar dáins kyns og horfins starfs.
Túnið sokkið hálft í hafi sands;
hörmulega gætt hins dýra arfs,
sem skópu harðar hendur einyrkjans
í hörkustriti fyrir börn og víf. —
Tað megnar lítt gegn myrkri nútímans,
að muna, að hérna var þó eittsinn líf.
V. MARGSKONAR SKÁLDSKAPUR.
Fagurt er: að yrkja í litum, orðum,
eða línum, hljómsins bylgjur leysa.
Mikið er: í stáls og steina skorðum
stórvirki úr hugans draumum reisa.
En mest er þó: á óró æstra hranna
að yrkja ljós og kyrð í sálum manna.