Eimreiðin - 01.09.1914, Side 4
i6o
IX. HIN VÍÐA HIMNAHEIÐI.
Hin víða himnaheiði í stormi kvikar.
Nú hristir skýjastóðið blóðrautt fax.
Og ótal sílda silfurhreistur blikar
við sævarbláma og roða horfins dags.
í ljósum fölva fjarrir jökulhnjúkar
við faldsbrún þungrar öldu hverfa sýn.
En blæjur fela, bláar, silkimjúkar,
í barmi kvöldsins heimalöndin mín.
Eað lægir. Nóttin færir ró og rökkva,
og rennur saman lofts og græðis flóð.
Nú hljóðnar síbreið sævraauðnin dökkva —
og sál mín verður einnig kyrr og hljóð.
JAKOB JÓB. SMÁEI.
Heimförin.
Hvað sem til þess kom, þá vildi ég ómögulega vera nema tvö
ár í Paradísinni hans Gísla fylgdarmanns míns. Heim vildi ég fara eftir
eitt ár, en það var ekki við það komandi. Faðir minn skrifaði mér,
að ég yrði að þreyja og vera úthaldsgóð, kallaði óhemjuskap að
snúa við á miðri leið og gefast upp. Nú jæja, ég var þá þar í tvö
ár, en eftir þann tíma héldu mér engin bönd. Orsakir þess, að ég
fór heim, verða ekki sagðar hér, en það eitt man ég, að ég hafði
mikla löngun til að læra á gítar (guitar) o. fl., en fékk ekki. það var
aðeins kent fósturdótturinni frá Eyrarbakka; hún var ekki skyld dr.
Hjaltalín, en eitthvað í ætt við frúna. — Yfir höfuð hafði ég þá ó-
seðjandi námfýsi, sem ekki var svalað þar.
Nú kom aftur sama spurningin og fyrri daginn: hvernig átti ég
að komast heim. Hjaltalín, bróðir minn, vildi fá mann og hest; — nei,
frúin hélt, að nóg skip færu á milli hafna á landinu. Já, nú var það
óskaráð tekið, að láta mig fara með lausakaupmanni (»spekúlant«).
Konsúll Smith sál. rak lengi verzlan í Reykjavík, og ætlaði þá að senda
skip í »spekúlantstúr«, sem kallað var, vestur á Patreksfjörð, Grundar-
fjörð og Stykkishólm. Var beðið um far handa mér og það fékst.
Bróðir minn spyr, hver skipstjórinn sé; það var þá bróðir Smiths. Sá,
sem átti að versla með vörarnar, var Samúel Richter sál., er lengi
var kaupmaður í Stykkishólmi, dáinn nú fyrir þremur árum. — Nú