Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1914, Page 5

Eimreiðin - 01.09.1914, Page 5
i6i var farið að búa mig út. Hvorki úr né festar var hengt á mig, enda var það ekki alsiða þá; en eitthvað af silkidregnum svuntum, því ekki var altítt að hafa alsilkisvuntur. Hinar æðri konur og meyjar voru í kjólum, en hinar óæðri í peysufötum. Frúin, »tanta« mín, sem ég átti að kalla hana, sagði, að ég mætti til að koma aftur eftir eitt ár. f’ví hún sagðist ekki geta mist mig. Ég játti því, en það varð þó eigi. Hjaltalín eða »onkel«, sem ég átti að segja, en sagði þó aldrei, heldur »bróðir«, kom nú lammandi heim, og sagði að alt væri til reiðu. Fór ég þá í skyndi og kvaddi einu vinstúlkuna, sem ég átti þá í Reykjavík, og var hún þá 50 ára gömul, en ég 17 ára. Hún hét Guðríður, og var bróðurdóttir Bjarna sál. konferenzráðs, og var búin að vera hjá Bjarna amtmanni í 19 ár. Þá var Steingrímur ytra, en ég man, að hún unni engum jafnheitt og honum. Um þær mundir var varla farið að bóla á skáldgáfu hans, en hún kunni margt eftir hann, sem hann hafði ort úti á Stapa, löngu áður en hann fór utan; en svo vel var um það búið af hans hendi, að engum mátti segja. Mér er óhætt að segja, að ég var hennar einasti trúnaðarmaður, bæði að því og fleiru. Steingrímur duldi foreldra slna þess, að hann var að yrkja, því í þá daga var maður vaninn á að hlýða, og þann skamt fékk Steingrímur í fylsta mæli á Stapa; en þó mun hann hafa ort töluvert í leyni, því foreldrar hans höfðu einskonar ýmigust á skáldskap, héldu að þá væri loku skotið fyrir allan lærdóm, og skáldgáfan var þá ekki í eins miklum metum sem nú; það var öðru nær. Það kannast allir við eftirmæli í ljóðabók Steingríms »Hér byrgist lík í helgum rann«; þau eru eftirmæli eftir þessa sömu Guðriði, og voru þau bræðra börn og mjög lík í mörgu. Skilnaðarstund okkar Guðríðar var þung. Síðan kvaddi ég hjónin niðri, því ætíð átti ég þar góðu að mæta hjá Bjarna, gamla amtmanninum, sem hann var kallaður, og frú hans. Móðir mín hafði verið hjá þeim, er þau bjuggu á Stapa, í 2 ár, og lærði ýmsar hannyrðir, einnig matar- tilbúning, þann er þá var títt. Man ég það í fyrsta sinn, er ég kom til þessara hjóna til að heilsa, þegar ég kom til Reykjavíkur. Þá vildi Bjarni sál. endilega fá að vita, hvernig ég væri útlits; var hann þá fyrir löngu orðinn blindur Hann byrjaði að þukla ennið, nefið og hökuna, síðan fór hann mig alla höndum, og sagði: »No, no, no, þú ert nauða-lík mömmu þinni, og þá máttu vera, en mig vantar bara að vita, hvernig svipurinn er.« Þá sagði frúin, að ég væri ósköp lík móður minni. Varð hann þá á- nægður, og bað mig að koma oft; en það gerði ég nú ekki samt, þvl hugurinn hneigðist upp á við til Guðríðar, sem bjó uppi. Ég varð að ganga upp stiga, og svo var háttað með þann stiga, að það marr- aði ætíð í einu haftinu. Kom þá frúin ætíð fram úr stofu sinni, sem var rétt við stigann; heyrði hún marrið, og fór að vita, hver gengi upp. Bauð hún mér þá ávalt inn til sín; ég þakkaði og sagðist koma í bakaleiðinni. En þá mátti ég aldrei dvelja lengi hjá minni elskulegu Guðríði, því hún sagði, að henni þætti, ef ég metti sig meir. Fór ég þá að reyna að stíga yfir þetta marrandi haft, koma ekki við það, og þá kom frúin aldrei fram. Mér fanst nú þetta stundum hálft um hálft synd; svo hugsaði ég í hinu veifinu, að frúin gerði þetta af kurteisi

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.