Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1914, Síða 8

Eimreiðin - 01.09.1914, Síða 8
164 væri sjálfsagt mánaðar vinna fyrir tvær. Heimilisfólk þarna var, auk hans sjálfs, sonur hans fullorðinn, ráðskona og dóttir hennar, 18—-20 ára, og synir ráðskonunnar, unglingar undir og um kristni. Steinbach hafði verið giftur danskri konu, en misti hana ytra. Þá fór hann til íslands, keypti Patreksfjörð og reisti þar verzlun. En svo stóð á, að hann átti frændkonu, sem þá einnig var orðin ekkja, eftir verzlunar- stjóra í Ólafsvík, og var fátæk mjög; þá tók þessi frændi hennar hana með 4 börnum, og sýna ekki allir slíkt veglyndi, enda þótt frændur séu. Nú fórum við Matthildur fyrst að gera að klæðnaði húsbóndans; og satt sagði hann, ekki var það vanþörf, að gera að bæði ytri og innri klæðnaði. Gestkvæmt var meðan skipið lá á höfninni, og fórum við þá að hjálpa maddömunni, sem kölluð var, því ekki hafði hún nema eina vinnukonumynd, er var fremur kjánaleg og altaf síhlæjandi, en gætti minna að verkum sínum. Það var einn laugardag í fögru veðri, að maddaman og börn hennar fóru fram á skip, til að verzla eitthvað smávegis. Steinbach hafði á móti því, að það færi alt, því að minsta kosti yrði einn drengurinn, sagði hann, að vera heima, að gæta að kindunum í hlíð- inni. Matthildur þurfti einnig að fara, til að sækja eitthvað af dóti sínu. Þá spurði Steinbach mig, hvort ég ætlaði ekki líka, en ég sagði, að mér væri ekki svo kær sjórinn, að ég færi fram á skip, fyr en ég þyrfti, og spurði ég hann þá, hvort hann tryði vinnukonunni fyrir heimilinu, og sagðist hann halda, að hann tryði mér betur fyrir þvl, þó lengra liði. Svo allir fóru fram á skip ásamt honum sjálfum. En um leið og hann fór; kallaði hann til mín, og beiddi mig fyrir alla muni að fara ekki að þvo gólfin. En þrátt fyrir það tók ég nú til ó- spiltra málanna og fór að þvo gólfin. Þá var siður að strá hvítum sandi á gólfin, þegar búið var að þvo, og þótti prýði; því það hlífði þeim við óhreinindum. Gólfábreiður tíðkuðust þá ekki í kauptúnum. En þessi sandur þætti mikil óþrif nú, og var það líka í vissu falli; því þegar sópað var, fyltist herbergið af ryki, hversu hægt sem það var gert; en þá var tekinn blautur, svartur sandur og honum slett á gólfið, til að fyrirbyggja rykið. Að vísu gerði frú Hjaltalín það, þar sem gólfábreiður voru þó á hveiju gólfi, til þess að gólfin hvítnuðu, en lét sópa sandinum af gólfunum daginn eftir. Já, ég þvoði gólfin, og vinnukonan gætti að kindunum upp f hlíðinni; og þegar hún kom aftur, þá voru gólfin þvegin. Rekur hún þá upp stór augu og skellihlær, sem henni var títt, því vitsmunirnir voru ekki á háu stigi, að mér fanst, og segir: »Hver hefði trúað því, að þú úr Reykjavík, fín og falleg, hefðir lagst á gólfin hérna, sem altaf eru drulla*. »Jæja, Ranka mín«, sagði ég, í hverju er ég fínni en þú?« Þá sagði hún: »Þú þú, he, he, hefur verið í Reykjavík, þú, þú, ert í flauelstreyju, en ég í klæðispeysugarmi.« En það var nú ekki klæðnaðurinn, sem gerði mig göfuga í hennar augum, heldur einungis það, að ég hafði verið í Reykjavík. Nú kom fólkið í land, og þegar Steinbach leit yfir verkin mín, baðaði hann út höndunum af gleði, er hann sá gólfin þvegin og sagði: »Nei, hvít gólf, það er nýtt hérna, og það lá að, að þér munduð

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.