Eimreiðin - 01.09.1914, Page 13
169
ekki gleyma hinu góða sírópi, sem var eins og hunang hjá því, sem
nú er orðið, er ekki má heita manna matur.
Af hverju stafaði nú þessi breyting á lifnaðarhættinum ? Auðsjáan-
lega af hinum nýja kaupmanni, Guðbrandi, sem hafði þessa fágætu
hluti, sem ekki var lengi verið að gleypa við, þó í smáum stíl væri.
í’að þori ég að segja, að engin þjóð í heimi er glysgjarnari en við
Islendingar. Að hugsa til þess, hvað hégómagirnin varð mikil; og á
henni hefir verið, og er enn í dag, stórkoslegt framhald; því altaf er
verið að bæta við glingrið. Þesskonar erum við ekki lengi að læra af
öðrum þjóðum. Skyldi það þá verða eins, ef boðið væri fram eitthvað
nytsamt. Ég tek t. d., að mjólka kú, sem varla má heita að nokkur
stúlka kunni, eða að fara ofan í kvíar og mjólka ær fyrir bændurna.
Það er ekki trúlegt, en sveitabændur hafa sjálfir sagt mér það, að ef
þeir vista vinnukonur, taka þær það fram, að þær mjólki ekki í kví-
um. Og af þessu segja þeir að það stafi mest, að nærri hver bóndi
er hættur að færa frá. En þær kunna að setja upp á sér hárið, og
segjast vera að »túbera« það, og snúa það upp í háa klakka sinn
hvoru megin á höfðinu; og svo kemur húfan eins og skötubarð aítan
á höfðinu, upp á milli klakkanna. Þær hafa sömu tízku bæði með
hárið og þær eilífu dagtreyjur sínar; þær eru sniðnar svo nákvæm-
lega eftir því, sem útlendar konur hafa á kjólum sínum, nema miklu
skrautlegri og meira »útflúr«. í’etta er nú í sjálfu sér ósköp meinlaust,
ef því fylgdi einhver nytsemd. En þeim er orðið þunnskipað, sem
hugsa meira um annað, en að sýnast.
Dómsdagur.
— Skilur þú nokkuð í því.
Nei, Stjana skildi ekkert í því, og því hafði húsmóðirin held-
ur ekki búist við. Stjana gjörði sér alt far um að skilja það,
hætti að raka, starði út í bláinn og braut heilann um það, en —
nei, hún skildi ekkert í því.
Tobbu var ekki um heilabrot vinnukonu sinnar, — sjálf gat
hún bæði hugsað og haldið hrókaræður, án þess eitt andartak
að sleppa verkinu. Hún sagði ekki neitt, en hún minti vinnukon-
una á skyldu hennar, með því að raka alveg upp að tánum á
henni.
Eiki kom vaggandi á stuttu fótunum heiman frá hlöðunni.
Hann hélt á uppgerðu reipinu í hægri hendi, en með vinstra
handarbakinu þurkaði hann svitann af enninu. Rykið úr skrauf-