Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1914, Qupperneq 14

Eimreiðin - 01.09.1914, Qupperneq 14
170 þurru heyinu lá í svörtum bökkum meðfram svitalækjunum, sem í hlykkjum og krókum runnu niður andlitið, eins og lækir niður fjallshlíð. Tobba vildi einnig vita álit manns síns. — Hvernig í ósköpunum það á að ske . . . hvernig allir skap- aðir hlutir eyðast og verða að engu í einu vetfangi, og við — hvað um okkur muni verða, — skilur þú nokkuð í því, Eiríkur ? Tobba kallaði mann sinn alténd fullu nafni, þó allir aðrir kölluðu hann Eika. Eiki tók hrossanál, sem hékk á vestinu hans, og tugði hana samvizkusamlega upp til agna. Nei, hann skildi ekkert í því. Pví hafði hvorki Stjana né Tobba heldur buist við. En nú lagði Stjana aftur árar í bát — hún hafði komist að einhverri niðurstöðu. — Pað brennur líklega, heila skíttið, sagði hún. — Brennur! hreytti Tobba úr sér, hæðilega. Og hvað á þá að verða af okkur r Stjana yfirvegaði. En Tobba hélt áfram: — Pví við lendum þó fyrir dóminn. Og hvaða meining væri í því, að við dæjum, og óðara risum upp aftur ? — Ja, ætli það sé nema sálin, kastaði Eiki fram. — Sálin! Pú ert laglega búinn að týna niður barnalærdómn- um þínum. Eiki steinþagði — treysti sér ekki út í þá sálma. — Ætli við sleppum ekki hjá því — á einn eða annan hátt, sagði Stjana. Að við deyjum, það held ég nú hreint ekki geti komið til mála. — Tobba mín, mundu eftir að sníða skæðin, sem þú lofaðir mér. — Pú skalt fá þau undir eins og við erum búin með flekkinn. Tobba rakaði í gríð og ergi, til þess að minna hin á, að taka til höndunum — þau stóðu og gláptu fram undan sér. En hún hélt áfram að masa. — Pað er sagt, hann eigi að koma í skýjunum, sagði hún. Ósjálfrátt varð henni litið á skýjabakkann, sem var að draga upp í vestrinu, — hún var hrædd um, að þau yrðu ekki á undan skúrnum. En í svona dökkum skýjabakka mundi hann naumast koma, hugsaði hún með sér — hún vildi ekki segja það upphátt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.