Eimreiðin - 01.09.1914, Qupperneq 18
174
upp á hillu — gætti þess ekki, að hann setti hana rétt undir
strompinn.
Svo háttuðu hjónin. Þau þvoðu sér vandlega, gættu þess,
að eldspýtnastokkurinn lægi á því borðshorninu, sem næst var
rúminu, og lögðust loks — alsnakin, eins og þau voru vön —
fyrir. Aldrei þessu vant svaf konan fyrir ofan — það kom af
sjálfu sér.
En þeim var ómögulegt að sofna. Þau hlustuðu hvort á ann-
ars andardrátt og störðu út í myrkrið. Ef nokkurt hljóð rauf
kyrðina, hrukku þau strax við.
Stundirnar liðu — og þó þær liðu ósköp, ósköp hægt, hlaut
þó bráðum að vera komið undir miðnætti. Pau gátu með engu
móti hugsað til að sofna. Eau lágu og biðu. Pað hlaut að koma.
Og þá alt í einu — kom það.
Niður í gegnum strompinn, með dæmalausum hávaða.
Eiki þaut fram úr rúminu. Og byrjaði undireins á leiðinni:
— Faðir vor---------
Hann fann eldspýtnastokkinn.
— Pú sem ert á himnum — —
Hann náði í eldspýtu, en allar hinar duttu á gólfið.
— Helgist---------
Eldspýtan brotnaði — hann henti sér niður á hnén, gaufaði
fyrir sér og náði í þrjár-fjórar eldspýtur.
— Pitt nafn---------
Hann kveikti á eldspýtunum, öllum í einu. Og skimaði í
kringum sig. Fjögramarka skálin lá á gólfinu í þúsund molum.
Grauturinn og mjólkin flóðu á milli brotanna. Honum varð litið á
konu sína. Hún stóð á rúmstokknum og hélt sér í sperru, náföl
í framan. Augun voru enn uppglent af angist. Hann varð var við
einhverja hreyfingu í hinu rúminu og lýsti yfir í það. Svo sneri
hann sér aftur að konu sinni.
— Pað er ekki annað en bölvaður kötturinn, sagði hann.
Hann varð að sleppa eldspýtunum, því loginn var kominn upp að
gómum. En hann náði sér í fleiri og kveikti á þeim. Honum var,
samt sem áður, ekki gefið um myrkrið lengur.
— Ég held það sé bezt að kveikja á lampanum, sagði hann
og beið ekki svars. Rétt í því sló klukkan tólf.
Hvað er þetta, sagði hann og leit á konu sína.
Eau starblíndu bæði á klukkuna.