Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1914, Page 20

Eimreiðin - 01.09.1914, Page 20
176 En undireins og Tobba og Stjana voru farnar ofan, hoppaði hann klunnalega fram úr rúminu, og meðan hann fór í fötin blístraði hann í mesta ákafa lagleysu. Kötturinn varð svo hissa, að hann brá blundi, settist upp og góndi á hann. Pað var í fyrsta skifti að hann heyrði húsbónda sinn blístra. En hann fékk ekki að sitja og hlusta í friði. Því alt í einu — hann hélt að Eiki ætlaði að strjúka sér, og ætlaði að lofa honum það — fékk hann selbita á snoppuna, orgaði upp yfir sig, þaut á fætur og sentist ofan, með skottið eins og stýri upp í loftið. En Eiki hló og kallaði á eftir honum: — Hafðu það, bölvaður dómsdagurinn þinn! GUNNAR GUNNARSSON. Ólafur á Kjörseyri 0g ætt hans. Á 18. öld bjó á Kjörseyri við Hrútafjörð bóndi, er Ólafur hét Þórðarson, bónda á Kjörseyri Ólafssonar þar, Þórðarsonar á Narfeyri1). Annar sonur Þórðar á Kjörseyri var Þórður bóndi á Sámsstöðum í Laxárdal faðir Guðmundar verzlunarstjóra í Reykjavlk, föður Helga biskups og þeirra systkina.3) Ekki er mér kunnugt, hverjir hafa búið hér á Kjörseyri á undan þeim feðgum, nema að Landnáma getur þess, að f’orkell, sonur Þrastar landnámsmanns, hafi búið hér og börn hans hafi verið Þórir bóndi á Melum og Guðrún kona Þorbjarnar *) Faðir Í’órðar á Narfeyri var Arni á Narfeyri, Narfasonar þar, Sigurðssonar í Bjarnarhöín, Daðasonar í Snóksdal Arasonar*, en faðir þess Ára var Ari Dala- skalli (sbr. Tímarit háyfirdómara Jóns Péturssonar II. bindi). Árni á Narfeyri átti Karítas Jónsdóttur prests í Gufudal, ]?orleifssonar í Pykkvaskógi, sem átti Ingi- björgu dóttur Jóns undir Múla á Skálmarnesi, Erlendssonar, forgrímssonar (aðrir segja Erlingssonar, Þorgeirssonar) í Ögri, sonar Ólafs Loftssonar ríka á Möðruvöll- um. En forleifur í þykkvaskógi var sonur Guðmundar Andréssonar á Felli í Kolla- firði og Jarðþrúðar (eða í*rúðar) Porleifsdóttur hirðstjóra, Björnssonar hins ríka, í’orleifssonar hirðstjóra; en kona Björns ríka var Ólöf Loftsdóttir frá Möðruvöllum. Móðir Jarðþrúðar, en kona Porleifs hirðstjóra, var Ingveldur Helgadóttir lögm. og Akra-Kristínar, í^orsteinsdóttur lögmanns, Ölafssonar. 2) Ragnheiður dóttir 1?órð- ar á Sámstöðum, en systir Guðmundar verzlunarstjóra (nefndur »Ökonom«), var á Kjörseyri hjá Ólafi Pórðarsyni föðurbróður sínum og Gísla syni hans, og er til bréf frá henni til fórunnar dóttur Gísla, dags. 1833. ?á var Ragnheiður í Grjóta við Reykjavík og bjó þar við fátækt. Maður hennar hét Símon Ólafsson. Börn þeirra voru þá: Sesselja gift kona, Elín var komin til Kaupmannahafnar, Ingibjörg ógift og Skúli, þá 15 ára, hafði skrifað bréfið, sem var prýðilega gjört.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.