Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1914, Side 21

Eimreiðin - 01.09.1914, Side 21
77 þynu, sonar Hrómundar halta á Fögrubrekku1). Mér er ekki ljóst. hve lengi Ólafur eða þeir feðgar hafa búið á Kjörseyri eða hvað kon- ur þeirra hafa heitið, nema hvað sagt hefur verið, að kona Olafs; sonar Þórðar á Kjörseyri, hafi heitið Guðrún, dóttir Hallkells prests Stefánssonar á Hvalsnesi og Guðrúnar Jónsdóttur, Steindórssonar, Gíslasonar lögmanns, Þórðarsonar lögmanns, Guðmundssonar. Gísli lögmaður átti Ingibjörgu, dóttur Árna sýslumanns á Hlíðarenda og Guðrúnar dóttur Vigfúsar lögmanns og hirðstjóra Erlendssonar2). Ég hef ekki getað náð í nema svo litlar og ónákvæmar sagnir um Ólaf, son Þórðar á Kjörseyri, og þá ættmenn3), að ég vegna þess er á báðum áttum, hvort tiltök séu að láta þetta frá sér, svo ófullkomið sem það er, en býst ekki við, að mér gefist tækifæri til að umbæta það, og álít að »betra sé að veifa röngu tré en öngu«. Því minning þeirra manna, sem skarað hafa fram úr samtíða mönnum sínum að framförum og dugnaði, eins og hiklaust má segja um Ólaf, ætti ekki að^falla í gleymsku, Um æsku hans er það að segja, að hann ólst upp hjá foreldrum sínum á Kjörseyri. Áður en hann giftist, eignaðist hann barn með vinnukonu foreldra sinna, og er mælt, að þau hafi verið ekki sem á- nægðust með það, eins og saga þessi sýnir: Það bar til haust eitt, að Þórður bóndi á Kjörseyri kom upp að Laxárdal, sem er næsti bær við Kjörseyri, fann bóndann þar úti við, er bauð honum í bæinn. Þegar þeir koma inn í bæjardyrnar, var hús- freyja þar í búri, öðrumegin við bæjardyr, við sláturstörf. Búrið var opið og varð þeim reikað til húsfreyju; býður hún þeim að borða þar hjá sér heitt slátur og þágu þeir það. Þegar Þórður er um það leyti mettur, segir hann: »Ja, eftir á að hyggja, Guðrún mín« (svo hét húsmóðirin og var yfirsetukona), »hún kona mín bað að heilsa þér og bað þig að skreppa ofan eftir, 'því 'idrósinn er nú lögst«. Konan segir: »Guð hjálpi þér maður, að segja mér ekki þetta fyrri.c Svo fara ekki sögur af því, nema yfirsetukonan fór samstundis ofan eftir. Eftir að barnið var fætt og farið var að hugsa um að næra sængurkonuna, segir kona Þórðar, en móðir Ólafs: sEitthvað þarf »drósin« í kálfsrúmið«, tekur hanginn álftarskrokk ofan úr eldhúsi og sýður hann, en sængurkonan gat ekki þegið réttinn. Svo er sú saga ekki lengri. Ólafur bjó á Kjörseyri eftir föður sinn og hefur verið atkvæða- maður og framúrskarandi á sinni tíð sem jarðabótamaður, og sjást !) Á milli Kjörseyrar og Borðeyrar rennur til sjávar lækur eða lítil á, sem kölluð er Hrómundará, og skamt þar frá, er hún fellur í sjóinn, er sker við land, Kjörseyrarmegin, sem nefnt er Hrómundarsker. f*að er gömul sögn, að hvorttveggja sé kent við Hrómund halta, þó saga hans geti þess ekki. *) Ættartala Ólafs á Kjörseyri og konu hans er að mestu leyti tekin eftir frásögn f órarins prófasts og riddara Kristjánssonar í Vatnsfirði (d. 1883), sem var fræðimaður mikill, þó hann færi dult með. 8) Sjálfsagt tel ég, að mikinn fróðleik um það megi fá í forn- um ritum, ef tækifæri byðist; mun þess helzt vera að leita í Landsskjalasafninu í Reykjavík, sem líka betur fer, því þar er það vel geymt o glatast ekki; en ó- þægilegt er að vera svo langt frá hjálparmeðulum.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.