Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1914, Qupperneq 24

Eimreiðin - 01.09.1914, Qupperneq 24
i8o til suðurs i siónarhól úr siónarhól og vestan i skieggia öxsl, þaðafi austur epter há öxlefie og epter þeim holtahrigg sem frá hefie liggur til þess vötnufii hallar, siðan til norðurs siónhending i bleiksvatn, frá bleiksvatne aptur sionhending i efsta filinga vatn, þaðan aptur í tiörn þá sem er firer austafi hvafia róta breckur og kvisl úr rennur í holma vatn, úr holmavatne refiur hrómundar á til sjáfar og skilur lönd að sufiafi verðu. firirbið eg hvöium mafie að irkia beita eður initia sier hið meira eður mifia ifian til tekefia landa merkia á firgreindre iörðú án þess mitt lof eður leife tilkome. Sömuleiðes firer bið eg ólöglega fúgla veiði Eggja fjaðra og grasa tekiu under þær sekter sem vor lans lög á kveða þessare mifie lögfestú til staðfestu er mitt underskrifað nafn að KjörsEyre dt 17 octbr 1776 Olafur Þórðarson Upplesið við Hreppaskil að Baj dt igda Otbr 1776. Vitna Þorvarður Magnússon. Magnús Biarnason.« Á árunum 1780—1790 hefur Ólafur hætt við búskap eða dáið og Gísli sonur hans tekið við. Gísli giftist 1780 fyrri konu sinni, Þór- unni Þorleifsdóttur, sem ekki er getið hverrar ættar var. Af eftirmæl- um eftir hana, ortum af Lofti nokkrum Jóhannssyni og skrifuðum af honum með fallegri settleturshendi, sést, að Þórunn er fædd 1755. Af bömum þeirra hjóna komst ein dóttir á fullorðins aldur, giftist austur í Húnavatnssýslu manni, er Tómas hét, og jók þar kyn sitt, sem ég hef ekki fengið greinilegar sagnir um. Annað barn þeirra Gísla og Þórunnar hefur heitið Gísli og dó ungur (1794); orti eftir hann löng eftirmæli (51 vers) Guðmundur prestur Bjarnason á Prestbakka, síðan í Arnesi (d. 1824), og eru til með hans rithönd. Á þeim ámm, sem Ólafur hefur hætt búskap og Gísli tekið við, gengur yfir landið hin mikla hörmungar tíð eftir 1780, þegar fólk og fé dó unnvörpum úr hungri og harðrétti; svo bættist við bólusótt og aðrir sjúkdómar, svo landsbúum fækkaði úr 50,000 í 38,667'). Þá hefur mörg framfaraviðleitni dáið út og kjarkur maDna dofnað; annars væri það undarlegt, að enginn hér um sveitir hefði tekið Ólaf Þórðar- son sér til fyrirmyndar í jarðrækt, en þess sjást lítil merki frá þeim tíma. Þó afleiðingar harðindanna hafi fráleitt orðið eins skaðlegar hér f Bæjarhreppi, sem í mörgum öðrum sveitum, þá má þó ganga að þvf vísu, að talsvert hefur þrengt að mönnum, þó almennur fellir og hungurdauði hafi ekki átt sér stað. Það hefur verið hér almenn sögn, að enginn maður hafi dáið hér úr hungri og harðrétti, nema ein kona, er fanst örend undir bæjarvegg í Holti (afbýli frá Bæ í Hrúta- firði), þegar fólkið kom á fætur. Hafði kona þessi komið austan úr ‘) Sjá »Eptirmæli 18. aldar«, bls. 43—44 og víðar. í Lærdl. félagsr. 7. b. getur Hannes biskup Finnsson þess, í töflu yfir manntal í Skálholtsstifti, að árið 1778 hafi í Strandasýslu fæðst 27 börn, en 19 manns dáið, en árið 1785 hafi í sömu sýslu fæðst 6, en 117 dáið. I öllu Skálholtsstifti dóu þá 3770 fleiri en fædd- ust.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.