Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1914, Side 25

Eimreiðin - 01.09.1914, Side 25
181 Húnavatnssýslu (líklega yíir ís) um nóttina1). í gömlum skjölum hef ég séð, að árið 1788 voru í Bæjarhreppi 9 hreppsómagar alls; voru l) Margar sannar og sorglegar sögur eru frá þeim timum skráðar og óskráðar. Móðir mín var vön að segja okkur unglingunum. hvað föt og fæði þætti dýrmætt, þegar það skorti, ef við fórum kæruleysislega með fötin okkar eða matinn. Móðir hennar var Ingibjörg í Skarði á Landi, dóttir þeirra Bolholtshjóna, Eiríks og Krist- ínar. Var Ingibjörg hjá foreldrum sínum í Bolholti á Rangárvöllum í móðuharðind- unum, og hafði margt að segja frá þeim árum um neyð fólksins. Pví í Bolholti var mikil umferð af fátæku fólki, þar sem Bolholtshjón voru nafntoguð á sinni tíð fyrir dugnað og hjálpsemi, áttu þó tólf börn og komu þeim vel á legg, og er frá þeim hin fjölmenna Bolholtsætt (sbr. »Söguna af furíði formanni« eftir Brynjúlf frá Minna-Nupi). Ekki er mér Ijóst, hvenær Eríkur í Bolholti dó, en ekkja var Kristín, þegar hún flutti frá Bolholti 1784 að Stóra-Núpi í Eystrihrepp í Árnessýslu, en Bolholt lagðist í eyði (sjá »Söguna af Íuríði form.« bls. 103). Sumt af hinu fá- tæka fólki, sem kom til Kristínar, hafði verið svo aðþrengt og horað, að hún lét það vera hjá sér 1 — 2 — 4 vikur, unz það hjarnaði. Eg man sérstaklega eftir einu atviki eða sögu um það, er sýnir bezt, hve neyðin hefur verið mikil. Kvöld eitt í köldu veðri og hríð var Kristín frammi í bænum í Bolholti og var komið að háttatíma; heyrir hún þá, að komið er við bæjarhurðina, og hélt það væru hundar og ætlaði að lofa þeim inn: lýkur upp bænum, en skuggsýnt var, og sér hún þá hrúgu eina öðrumegin dyra undir bæjarkampi; spyr þá Kristín, hvort þar sé nokkur. gefur þá þetta hljóð frá sér og rís þar upp kvenmaður. Þegar inn kemur, sér Kristín, að kona þessi, sem komin var austan úr Skaftafellssýslu, var klædd í forna kvenhempu. fað voru nærskornar skósíðar kápur, einfaldar og oftast úr fínni einskeftu. Var kona þessi í sama sem engri spjör innan undir hempunni, nema mig minnir skyrtugarmi. Pess þarf ekki að geta, að konan fékk alklæðnað í Bolholti ?á lagði fólk sér til munns margt, sem talið er óætt, svo sem horn, skóbætur, hundakjöt o. fl.; og þetta sanna rit frá þeim tímum. Á þeirri tíð urðu margir öreigar, er áður voru efnaðir, en aftur græddu sumir stórfé og munu þeir þá sumir hafa verið nógu fégjarnir. Ég hefi t. d. heyrt nefndan ríkan bónda í Strandasýslu, sem gat verið harðdrægur við fátæka, þegar því var að skifta, en þó er ekki annars getið, en hann hafi verið merkur maður, og margt merkisfólk hér um slóðir er frá honum komið. Maður þessi hét Andrés Sigmundsson og bjó á Skriðnesenni, var tvígiftur, átti fyrst Ragnhildi Jónsdóttur, en giftist seinni konu sinni, Oddhildi Éórðardóttur, 1775 og dó 1801. Hann átti, þegar hann lézt, gott bú, 548 ríkisdali í peningum og 12 jarðir. fær voru: Skriðnesenni, Steinadalur, frúðardalur, Bálka- staðir í Staðarhreppi, Neðri-Núpur í Miðfirði, Ytri-Vellir á Vatnsnesi, Ásgarður í Dalasýslu, Magnússkógar, Kambur, Gautshamar, Stóri-Múli og Hvítahlíð hálf. Sagan, sem ég hef heyrt um hann, er á þessa leið: I Prúðardal i Kollafirði, eignarjörð Andrésar, bjó fátæk ekkja með 12 ára gamalli dóttur sinni í harðindunum; voru skepnurnar fallnar nema 1 kýr, er þær mæðgur lifðu á, eða höfðu lítið annað að nærast á en mjólkina úr henni. fegar Andrés fréttir, hvernig ekkjan er stödd, fer hann og tekur kúna ekkjunnar upp í jarðarkúgildi, en mæðgurnar fara á vergang. Leggja þær suður Steinadalsheiði og gjörir á þær áhlaupsbyl á leiðinni; verður ekkjan úti, en telpan kemst eftir 3 sólar- hringa skríðandi ofan að Brekku í Gilsfirði; var hún kalin mjög á fótum, lá hún lengi á Brekku við góða hjúkrun og greri um síðir, og misti af fótunum upp að ristar-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.