Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1914, Page 27

Eimreiðin - 01.09.1914, Page 27
i»3 aldurs síns, giftist Björgu dóttur Jóns bónda í Efranesi, eignaðist með henni son, er Gísli hét og ólst upp þar syðra og giftist. Aður en Tómas fluttist suður og giftist, átti hann barn með stúlku, er Helga hét. Bamið hét Kristján, og fluttist hann suður og ílengdist þar; en ókunnugt er mér um niðja þeirra og æfiferil. Árið 1815 dó Gísli á Kjörseyri, bjó Guðný ekkja hans 5 ár á Kjörseyri eftir lát hans, en 1820 fluttist hún að Fjarðarhorni og gekk að eiga Sigurð hreppstjóra Sigurðsson; því kona hans Katrín, systir Guðnýjar, var fyrir nokkru dáin1). Með Guðnýju eignaðist Sigurður ekki bam. Með Guðnýju móður sinni fluttist þórunn Gísladóttir að Fjarðarhoriu og giftist 1825 Matthíasi, yngsta syni Sigurðar og móður- systur sinnar. Fóru þau árið eftir að búa á Kjörseyri og dvöldu þar lengstum síðan, oftar í húsmensku, en bygðu jörðina. Ekki áttu þau barn saman, en Þórunn gjörði Jóhönnu dóttur Matthíasar að kjörbarni sínu og ól hana upp sem ástrík móðir. Af fátækum hjónum tóku þau Matthías og I’órunn barn og fóstruðu, sem sitt eigið. Þórunn hafði verið merkiskona og valkvendi, en dró sig heldur í hlé út á við, og hafði viljað, að sem allra minst bæri á góðverkum sínum. í’au hjón, íJórunn og Matthías, vom virt og vel metin hér um slóðir. Hann dó 30. nóv. 1864 (f. 1. nóv. 1800), en hún lézt 23. febr. 1866 (f. í ág. 1802). Eftir lát manns síns fluttist Þórunn (ásamt fósturdætrum sínum) vorið 1865 til vina sinna á Kolbeinsá, Olafs hafnsögumanns Gíslason- ar og Ingibjargar þorláksdóttur, og þar dó hún, eins og áður er sagt, 1866. En þær fósturdætur hennar dvöldu þar, unz þær fluttu aftur að Kjörseyri 1869. FINNUR JÓNSSON á Kjörseyri. x) Synir þeirra Sigurðar á Fjarðarhorm og Katrínar horvaklsdóttur voru: Ól- afur prófastur og riddari í Flatey, þorvaldur umboðsmaður í Hrappsey og Matthías hreppstjóri á Kjörseyri. (f æfiágripi Ólafs prófasts í Flatey, Rvík 1862. má lesa um ætt foreldra hans og fleiraj.i þórarinn prófastur Krstjánsson, sem þekti Matthías vel eftir margra ára náinn kunningsskap og vinfengi, sagði, að Matthías sál. hefði haft góðar og traustar sálar- gáfur, traustan og þrekmikinn líkama og verið duglegur verkmaður, vel að sér í bóklegu, sérstaklega svo vel að sér í íslenzkri löggjöf, einkum er laut að sveita- málum, að hann þekti engan bóndamann honum fremri í því. þórarinn próf. sagði, að Matthías hefði borið glöggar menjar þess, að hann hefði mentast í Viðey undir nmsjón Magnúsar konferenzráðs Stephensens (og þar lærði hann prentlist og tók sveinsbréf hjá Guðmundi Schagfjörð, og er það bréf hér til enn). Matthías var 9 ár hreppstjóri í Bæjarhreppi og gegndi ýmsum opinberum störfum i stað sýslu- manns, þegar þorvaldur bróðir hans í Hrappsey var settur sýslumaður í Stranda- sýslu. Hann var talinn alment áreiðanlegur, tryggur og hreinskilinn, allra manna fjarlægastur smjaðri og uppgjörðar kurteisi og, að sögn þórarins prófasts og þeirra, er þektu hann bezt, hafði haun verið höfðingi í lund, enda vel efnum biiinn.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.