Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1914, Side 30

Eimreiðin - 01.09.1914, Side 30
fyr var getið, meltist áfengi mjög fljótt og hérumbil 2 klukku- stundum eftir neyzlu þess er meira en go°/o af því orðið að kolsýru og vatni. Pað meltist fljótar, ef þess er neytt með mat, en ella, og einnig fljótar, ef þess er neytt við létta vinnu, en ef líkaminn er í ró og næði. Lengst varir meltingin og umbreyt- ing áfengis, ef þess er neytt á fastandi maga. fað er líka al- ment álit allra, bæði vísindamanna og almennings, að langóholl- ast sé að drekka vín á morgnana, eða yfirleitt áður en menn hafa borðað. Þar sem nú sannað er, að áfengi meltist í líkamanum, þá er ljóst, að menn verða að skoða það sem næringarmeðal. Það framleiðir hita og sparar á þann hátt hin almennu næringarefni, t. d. eggjahvítu, sykur og sykurborin efni (KulhycLrater) og fitu- efni. Tilraunir hafa sýnt, að eining af hreinum vínanda framleiðir 7 hitaeiningar (Kalorier). Til samanburðar má geta þess, að til- svarandi eining af fituefni framleiðir 9 hitaeiningar, en af eggja- hvítu- og sykurefnum ekki nema 4—5 hitaeiningar. Pó skal þess getið, að í byrjun áfengisnautnarinnar virðist það ekki drýgja eggjahvítuefnin í líkamanum, heldur þvert á móti eyða þeim og þannig hafa einskonar eiturverkanir í för með sér. En eftir 6—7 daga venur líkaminn sig við áhrif vínandans og þá hættir hrörnun eggjahvítuefnisins. Orsökin til þess, að menn venj- ast við verkanir áfengis, halda menn að sé sú, að líkaminn annað- hvort læri að melta það fljótar og fljótar eða geti betur og betur, því lengur sem þess er neytt, breytt því í önnur efnasambönd, áður en það kemst inn í heilann og taugakerfið. í*etta verður þó alt innan vissra takmarka, sem nú skal á drepið í fám orðum. Pegar um eiturverkanir áfengis er að ræða, þá má full- yrða, samkvæmt eldri og yngri rannsóknum og tilraunum, að þær komi aðeins í ljós, ef þess er neytt í stórum og sterkum eða lítt þyntum skömtum. Margar tilraunir benda í þá átt, að höfuðorsökin til þeirra meina, sem áfengisnautnin veldur, sé sú, að menn drekka of sterka drykki. Mestur verður skaðinn auðvit- að, ef menn um langt skeið drekka stóra skamta af sterkum á- fengum drykkjum. Styrkleiki vínandablöndunarinnar má ekki fara yfir viss takmörk (Grænsekoncentration). Pað má drekka sig í hel, eins og allir vita, og snögg vínandaeitrun (acut Alkoholintoxica- tion), sem þó ekki altaf leiðir til dauða, kemur við og við fyrir, einkum hjá börnum eða unglingum. Eiturverkanir vínandans koma

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.