Eimreiðin - 01.09.1914, Page 31
i«7
þá aðallega af því, að hann meltist svo illa, brennur svo ófullkom-
lega í líkamanum, þegar hans er neytt í lítt þyntum og stórum
skömtum. Að áfengi hinsvegar í hæfilegri þynningu og neytt í
hófi sé bæði allgott næringarmeðal og nautnarmeðal, leikur eng-
inn vafi á. Flestir læknar og líffærafræðingar eru víst sammála
um, að alveg óhætt sé fyrir flesta menn að drekka svo sem I —
2 staup af konjakki eða brennivíni á dag, ef þess er ekki neytt
á fastandi maga. Margir fullyrða, að óhætt sé að drekka langtum
stærri skamta af áfengi, án nokkurs skaða hvorki fyrir sál né
líkama. Hinn frægi þýzki vísindamaður Pfeiffer heldur því meira
að segja fram, að skaðlaust sé að drekka i—H/s pott af léttu
víni daglega, auðvitað ekki alt í einu, heldur með öllum máltíðum,
og einkum seinni hluta dags. Pfeiffer álítur, að svona stór skamtur
af léttu víni, sem ekki komist upp úr io °/o af vínanda, hafi engin
skaðleg áhrif á frumlur líkamans, og þá ekki heldur á meltingar-
göngin, blóðið né taugakerfið. Ef meira víns er neytt, hverfur að
dómi Pfeiffers ekki alt áfengisefnið burt úr líkamanum við melt-
inguna, heldur kemst nokkur hluti þess óbreyttur inn í tauga-
kerfið og önnur líffæri og fær tíma og tækifæri til að hafa skað-
leg áhrif; og ef meira og meira er drukkið um langan tíma,
hrúgast vínandi saman í ýmsum líffærum líkamans (Akkumula-
tion af Alkohol) og leiðir af sér smátt og smátt sjúkdóm þann,
sem á íslenzku mætti máske kalla ofdrykkjueitrun (ckronisk
Alkoholisme). Kræpelín hallast að nokkru leyti að skoðun
Pfeiffers, en álítur þó, að i pottur af víni eða i peli af brennivíni
á dag sé nægilega stór skamtur til að valda ofdrykkjueitrun með
tímanum. Hann segir, að áhrif hinna ýmsu tegunda áfengra drykkja
séu nokkuð mismunandi. Brennivínsdrykkjan segir hann að hafi í
för með sér almenna hnignun líkamans, og auk þess taugaveiklun
og taugabólgu ('Nevritis), flogaveiki (Alkoholeþilepsi) og geð-
veiki. Öldrykkja aftur á móti ætti fremur að valda sjúkdómum í
hjarta, nýrum og æðum og sömuleiðis fitusótt (Adiþositas) og
sljóvgun vitsmunanna. Víndrykkja í óhófi getur leitt af sér bæði
sjúkdóma öldrykkjunnar og brennivínsins.
Prófessor Quensel álítur, að algjört bindindi sé hvorki nauð-
synlegt né gagnlegt, ef málið er aðeins skoðað frá heilsufræðislegu
sjónarmiði einstaklingsins, og þegar um hrausta, fullorðna menn
er að ræða; en frá þjóðfélagslegu sjónarmiði skoðað, segir hann,