Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1914, Page 35

Eimreiðin - 01.09.1914, Page 35
I9I veru einskonar efnablöndun (Emulsion), þar sem hinar allra-smá- gerðustu eggjahvítuagnir séu blandaðar saman við sölt og sýrur ýmsra frumefna, þó á þann hátt, að hárþunnir veggir af þessum fitukendu efnum aðgreini hver efnasambönd fyrir sig og umhjúpi þau, og hafi á þann hátt afarmikla þýðingu fyrir líf og starfsemi frumlanna. Þessar »lípóídu« himnur hindra og snögga innrás eða útstreymi af vökva frá frumgerfinu. Rannsóknir og tilraunir Kræpe- líns og margra annarra hafa sannfært menn um, að vínandi, að minsta kosti í stórum skömtum, hafi áþekk áhrif á frumlur mið- taugakerfisins og sjálf svefnmeðölin. Ölæðið og önnur skaðleg áhrif ofdrykkjunnar á taugakerfið ætti þá í fyrstu að orsakast af trufiun hinna fitukendu efnasambanda, sem aftur hefir í för með sér breytingar á frumgerfi tauga — einkum heilafrumlanna. Með- an menn ekki neyta nema smáskamta af áfengi, raskast ekki hið innra jafnvægi í frumlunum og hinar fitukendu himnur verða fyrst gagnfærar fyrir vínanda, annaðhvort eftir afarstóra skamta af víni, sem druknir eru á stuttum tíma, eða eftir langvinna og mikla áfengisnautn. Jafnvel eftir hina dýpstu ölvímu ná frumlurnar sér þó bráðlega aftur, og nýtt innra jafnvægi kemst á laggirnar. En við sifelda ofdrykkju verða frumlur líkamans, og einkum frumlur taugakerfisins, fyrir óbætanlegum skemdum. Vínandi hefir tiltölulega mjög lítil áhrif á líkamshita mannsins. Það þarf mjög mikið af áfengi, næstum drepandi skamta, til að færa hitastigið niður að mun. 3—4 staup afbrenni- víni hafa t. a. m. engin áhrif á eðlilegan (normal) líkamshita; en í hitasótt lækkar áþekkur skamtur hitann um svo sem 0,1—0,2 stig. í snöggri (acut) vínandaeitrun getur hiti líkamans lækkað um mörg stig, og þessvegna er þeim oftast bráður bani búinn, er drekka sig fulla úti á víðavangi í köldu veðri. Áfengi í stórum skömtum lamar það frumlakerfi í heilanum, sem regluskorðar fram- leiðslu og útgufun hitans, og sömuleiðis það kerfi, er stjórnar taug- um æðaveggjanna, Áfengi hefir yfirleitt mikil áhrif á taugar æða- veggjanna. Eins og allir þékkja, kemur oftast fyrst roði í andlit manna, er þeir sitja að sumbli; seinna verða þeir vanalega fölari, einkum ef fast er drukkið. í djúpri ölvímu sækir blóðið meir og meir til innýflanna, þar eð blóðæðar þeirra nú þenjast út. Hið rauða nef brennivínsberserkjanna kemur einnig af lömun æða- tauganna. Áhrif vínandanautnar á blóðið eru ekki sérlega mikil. 13'

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.