Eimreiðin - 01.09.1914, Síða 36
ig2
Fyr á tímum héldu menn þó, að þau væru mikil og margvísleg.
Einkum ríkti sú skoðun meðal þáverandi lækna, að blóðið yrði
ljósleitara við áfengisnautn og gæti næstum orðið hvítt sem mjólk.
Ef til vill er það þessi gamli hleypidómur, sem hefir vakað fyrir
skáldinu Hannesi Hafstein, er hann orti hinn alkunna vínsálm sinn
(sbr. »þreyttust menn við bú að baksa, blóðið varð svo dökt í
þeim« o. s. frv.). Hinn ljósi litur átti að orsakast af rýrnun og
hnignun rauðu blóðagnanna og af aukningu hinna hvítu blóðfrumla
og fituefna blóðsins. En rannsóknir seinni tíma hafa alveg koll-
varpað þessum skoðunum, og það er nú sannað, að áhrif vínsins á
blóðið sjálft og blóðagnirnar eru næstutn hverfandi, og skaða
hvorki efnasamband þess né byggingu (Morphologisk Stmctur).
Blóðfrumlurnar endurnýjast einnig í sífellu, gamlar eyðast og nýjar
koma í þeirra stað, bæði frá beinmergnum og miltinu. Hér er því alt
öðru máli að gegna, en um frumlur miðtaugakerfisins (Ganglie- og
Nerveceller), sem sumar hverjar yfirleitt aldrei endurnýjast. Af
þessu sést meðal annars, að ofdrykkjueitrunin hefir langtum skað-
legri áhrif á taugakerfið en á blóðið. Margir læknar eru þó þeirr-
ar skoðunar, að hinir gerladrepandi eiginleikar blóðsins rýrni við
mikla áfengisnautn, og einkum í og eftir djúpa ölvímu. Svæsnir
bindindismenn tala oft um hin skaðlegu áhrif vínnautnarinnar á
blóðið og blóðfrumlurnar, sem þeir segja að verði hrukkóttar og
broddóttar og hlaupi í kekki af völdum áfengisins; en þessi stað-
hæfing er alveg röng. Aðrir halda því fram, að vínandinn í hin-
um áfengu drykkjum, er menn drekka, geti hreint og beint upp-
leyst blóðagnirnar; en þetta er einnig fjarstæða, því til þess þyrfti
blóðið að innihalda i4°/o af hreinum vínanda, en hjá dauðadrukn-
um mönnum hefir aldrei fundist meira en i°/0 af hreinum vínanda.
Ofdrykkjueitrunin (chronisk Alkoholisme) hefir þó stundum
blóðrýrnun (Anœmi) í för með sér, sem þó sennilega orsakast af
eða fylgir hinni almennu líkamshnignun ofdrykkjumannsins, en
ekki af beinum afleiðingum áfengisnautnarinnar.
Pað hefir verið deilt mikið um, hvort gigt og gigtarsjúk-
dómar stöfuðu af áfengisnautn eða ekki. Par til má strax svara,
að gigtin kemur oft fyrir hjá bindindismönnum og fólki, sem al-
drei hefir bragðað vín, og er miklu tíðari en ofdrykkjan. Gigtin
ásækir mest hinar efnaðri stéttir mannfélagsins, einkum þá, sem
hneigðir eru til sællífis og óhófs í mataræði og auðvitað einnig
öl- og vínberserkina. Fátæklingar, sem verða að láta sér brenni-