Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1914, Síða 40

Eimreiðin - 01.09.1914, Síða 40
196 lækna og vísindamanna, og styðst einnig við reynsluna, að 1—2 staup af góðu víni styrki oft hjartað, aðallega vegna þess, að hjartavöðvarnir fái meira blóð í bráðina af völdum vínsins. Blóð- þrýstingurinn í æðunum eykst einnig vanalega eftir smáskamta af áfengi, og það hefir einnig styrkjandi áhrif á hjartað. Við langvinna ofdrykkju sýkist hjartað oftast að einhverju leyti. Hin vanalegustu sjúkdómseinkenni hjartasjúkdóma þeirra, er stafa af ofdrykkjueitrun, er þreytuverkur og þrýstingur í brjóstinu í kringum hjartað. Ef sjúklingurinn þá strax hættir alveg að drekka, hverfa öll sjúkdómseinkennin skyndilega, en haldi hann áfram, kem- ur brátt svefnleysi, andarteppa og bjúgur í tilbót, er sýnir, að hjartabilunin nú er komin á hátt stig. Orsökin til hjartabilunar- innar er mjög oft sú, að fita hrúgast upp í hjartavöðvunum, af völdum hinnar stöðugu áfengisnautnar, en sjálfar vöðvafrumlurnar rýrna og eyðast smátt og smátt. Ofdrykkjan, einkum mikið bjór- þamb, getur einnig haft hjartabilun í för með sér, vegna þess að hjartað þenst út. Útþensla hjartans (Dilatatío Cordis) kemur af ofrauninni við að flytja eða dæla hið aukna blóðmagn út um æð- ar líkamans. Þetta verður skiljanlegra þegar athugað er, hvílík ódæmi sumir menn drekka. Pað er t. a. m. ekki óvanalegt, að verkamenn þeir, er vinna að ölgerðum, drekki 20—30 potta af bjór á dag. Æðakölkun (Arteriosclerosis) er sjúkdómur, sem menn mjög alment gefa áfengisnautninni að sök; en nýjustu rannsóknir andmæla að mestu þeirri skoðun. Höfuðorsökin til þessa sjúk- dóms er einmitt ströng vinna, ofmikil andleg eða líkamleg áreynsla; ennfremur bakteríusjúkdómar, t. o. fransós (Syfitís), miklar og tíðar geðshræringar, mikil kaffidrykkja og tóbaksnautn. Yfirlækn- ir V. Scheel í Kaupmannahöfn, sem nýlega hefir ritað bók um þetta efni, álítur mikla tóbaksnautn langtum algengari orsök til æðakölkunar en áfengisnautn. Hann tilfærir mörg dæmi um hina verstu drykkjurúta, sem þrátt fyrir óstjórnlega ofdrykkju um lang- an aldur höfðu alls ekki fengið æðakölkun. Sannfærðist hann um þetta á öruggastan hátt við að kryfja lík þeirra. Dr. Scheel hefir verið krytjari (Prosector) á stærsta spítalanum í Khöfn í mörg ár, og getur því manna bezt um þetta dæmt. Vísindalegar rannsóknir virðast þannig benda í þá átt, að æðakölkunin, þessi þungi ellisjúkdómur, eða réttara sagt, þessi mikli frömuður ellinnar og hrörnunar likamans yfirleitt, sem valdur

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.