Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1914, Page 43

Eimreiðin - 01.09.1914, Page 43
199 og hjartað. Ég bið lesendur mína sérstaklega að minnast þess, þótt það sé máske ekki nein ný kenning fyrir þá, að samkvæmt um- mælum allra lækna og heilsufræðinga, og samkvæmt öllum tilraun- um, er langóhollast að drekka áfengi á fastandi maga, og enn- fremur, að nautn sterkra drykkja, þótt í smáskömtum sé, er miklu skaðlegri en nautn léttra vína eða þunnrar vínandablöndunar, hverju nafni sem nefnist, Éað hefir verið sýnt fram á, að of- drykkjan hefir ekki að eins líkamlega sjúkdóma, heldur einnig andlega hn'gnun í för með sér, og þessvegna er nauðsynlegt að berjast á móti ofdrykkjunni með öllum þeim réttmætum föngum og meðulum, sem frjálsbornum mönnum er sæmandi. Á hinn bóg- inn hefi ég einnig bent á, að áfengisnautninni er gefið langtum meira að sök, en hún á skilið. Einkum hættir bindindismönnum við, að ýkja þann skaða, er þeir segja að leiði af hóflegri vín- nautn. En þetta er félagsofstæki, sem er sameiginlegur brestur flestra stórra félagsflokka og hreyfinga. Pað er mikill sannleiki fólginn í orðum Schillers, er hann segir: »Hver einstaklingur fjöldans geW verið þolanlega skynsamur, en þegar þessir ein- staklingar flykkjast saman í þyrpingu, verða þeir undir eins að heimskingjum«. Meðan stórar þjóðfélagshreyfingar, eins og t. d. bindindishreyfingin og jafnaðarmenskan, voru bornar uppi af ein- stöku gáfu- og dugnaðarmönnum, var stefna þeirra og takmark miklu nær sannleikanum, en eftir að hugsjónin sjálf druknaði að meira eða minna leyti í flokksfylginu einu. Auðvitað hefir bind- indishreyfingin komið miklu góðu til leiðar, og var fullkomlega réttmæt, meðan barist var fyrir henni með fortölum og sannfáerslu- afli af einstöku mönnum og félögum. Aftur á móti mun það sannast með tímanum, að öll lagaboð gegn vínneyzlunni eru óheppileg eða jafnvel skaðleg. Pví verður ekki neitað, að algjört vínsölubann, að ég ekki tali um aðflutningsbann, sé skerðing á »per- sónulegu« frelsi einstaklingsins. Að áliti flestra vísindamanna og heilsufræðinga er og mjög hófsamleg vínnautn alveg skaðlaus fyrir einstaklinginn, fyrir hraustan fullorðinn mann, og sem læknis- lyf geta menn í mörgum tilfellum ekki án þess verið. Hví skyldu menn þá neita sér um þá ánægju, sem t. a. m. eitt eða tvö staup af rauðvíni með mat eða eitt glas af konjakspúnsi á kvöldin veitir þeim? Éví varla verður því með sanni mótmælt, að vínið gleðji mannsins hjarta, að það sé oft huggun í hörmunum og auki vel- líðanina. Hver frjáls maður á heimting á að mega stjórna sér

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.