Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1914, Side 49

Eimreiðin - 01.09.1914, Side 49
205 / Pað má afnema þjóðkirkjuna sem slíka, skilja ríki og kirkju (að lögurn) meb einfaldri lagasetning. Enda þótt að sjálfsögðu megi gera ráð fyrir, að aðdragandi og undirbúningur að þessu, yrði talsvert langur, er þó með þessu ákvæði hægra um vik. Gefur það mönnum meiri hvöt til að hefjast handa, en ella mundi, og sýnir, að fulltrúum þjóðarinnar er þetta hugleikið. En breytingamenn stjskr. létu ekki við þetta skynsamlega ákvæði lenda; þeir smeltu öðru inn líka, sem er nærri hjákátlegt til frásagnar, og samþyktu, að aftan við 47. gr. stjskr. skuli koma þessi klausa: nEnginn er skyldur til að inna af hendi persónuleg gjöld til neinn- ar annarrar guðsdýrkunar en peirrár, er hann sjdlfur aðhyllist. Nú er maður utan pjóðk'.rkjunnar, og geldur hann pá til háskóla íslands, eða einhvers styrktarsjóðs við pann skóla, eftir pví sem á verð- ur kveðið, gjöld pau, er honum ella hefði borið að greiða til pjóðkirkj- unnar, enda heyri hann ekki til öðrum trúarflokki, er viðurkendur sé í landinu. Breyta má pessu með lögum.<i Pað má, satt að segja, furðu gegna, að þessu ákvæði skyldi á framfæri komið, því það er hvorttveggja: óþarft og óviðeigandi. Pað var óþarft að lögákveða það með þessum hætti, enda ekkert við það unnið; bætir satt að segja ekki allmikið úr sóknar- gjaldalögunum (er líka verða ósamrýmanleg þessu, er það er orð- ið stjskr.ákvæði). Og óviðeigandi er að setja þetta inn í stj.skr., ekki sízt nú, þegar alþingi lætur það í ljósi, hvert stefnt sé, með viðbætinum við 45. gr. Á milli þessara tveggja ákvæða þingsins er því ekkert samræmi. Og ekki þarf að taka það fram, að jafn-óverjandi er, að gera menn útlaga um fé til einhverrar annarrar, þeim óvið- komandi stofnunar, fyrir það, að peir játa ekki ein ákveðin trúar- brögð, eins og hitt, að skylda þá til gjalds til þess trúarfélags. Hví taka þá mennirnir upp á þessu, mætti spyrja. Ekki er þar um að villast: þeir þurftu að líkja eftir D'ónum. Rétt samhljóða ákvæði þessu er í Grvl. dönsku, § 77 (skób ar í staðinn fyrir háskóla); en fyrir hafði farist að taka það áður fyr inn í stjskr. (þess líklega ekki álitist þörf). Pví hefir landinn ekki getað unað til lengdar — og pað var sannarlega ekki semna vcenna að keyra pað inn í stjskr., því tillaga er nú komin fram með D'ónum sjálfum, í Grvl. breytingum þeim, er þeir hafa með hönd- um þetta ár, um að fella petta burtu úr Grundv.lögunum!! 14

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.