Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1914, Síða 53

Eimreiðin - 01.09.1914, Síða 53
209 við þær reglur, er þeim ber að fylgja. Kennendur sjálfrar kirkj- unnar hljóta að óska þess af heilum hug, að öll fjötur verði leyst, svo að frjáls trú og heilsusamlegur andi geti ríkt á þessu sviði. far sem fult trúfrelsi er og enginn trúflokkur verndaður öðr- um framar, geta menn skipab sér með kenningar sínar par, sem sam- vizkan og sannfœringin bý’ttur feim, og unnið sér söfnuði, án þess gengið sé á hlut þeirra. Pegar »kirkjan« er laus úr viðjum »rík- isins« verður óskert kenningarfrelsi í landinu. Fyr ekki. Sú er því leiðin. — — Ég skal nú, áður en ég lýk máli mínu, að þessu sinni, geta þess, að framkvæmdir skilnaðar ríkis og kirkju þyrfti að minni hyggju ekki að vera bundnar sérlegum erfiðleikum hér á landi, allra sízt, ef samvinna gæti um það orðið, milli þeirra annarsvegar, er halda vilja uppi trú, og hinna, er vantrúarmenn kallast, hins veg- ar. En þeirri skoðun minni skal ég ekki leyna, að ég sé ekki, að landið (ríkið, þjóðfélagið) geti haldið uppi neinni ákveðinni guð- fræðiskenslu, eftir að skilnaður er á kominn. Enda yrði það að teljast óþarft. '1 rúfélögin eiga sjálf að annast undirbúning kenni- mannaefna sinna, en þjóðfélagið getur þó, í þessu eins og hverju öðru borgaralegu málefni, sett skilyrði, til þess að það gefi kennimönn- um þessutn viðurkenningu, ef það þætti æskilegt (einskonar opin- beran »stimpil«), t. d. það, að þeir nemi á háskóla Islands þær tvær greinir, er telja verður að beri að kenna, þótt guðfræðis- kensla sé þar af numin: Trúarbragðasögu og trúarheimspeki — er heyra mundi þá undir sögukennara og heimspekiskennara há- skólans. Að öðru leyti ættu trúarfélög þau, er í landinu væru, að sjálfsögðu að standa undir þeirri umsjón hins opinbera, sem þegar á sér stað, sem sé samkv. 46. gr. stjskr., að þau kenni ekkert né fremji, er gagnstætt sé »góðu siðferði og allsherjarreglu*. Út í athugun frá öðrum hliðum skilnaðarmálsins skal ekki farið hér; það yrði of langt mál og liggur fyrir utan umræðuefnið. Mér hefir verið það ánægja, að vekja máls hér í Stúdenta- félaginu á þessu mikilvæga efni, er ég hefi reynt að bera fram svo samandregið sem mest mátti verða. Ætti menn hér, jafnvel

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.