Eimreiðin - 01.09.1914, Qupperneq 54
210
fremur en annarsstaðar, að hafa glögga sjón á því, að frjálsborn-
ir menn í frjálsu landi geta ekki til lengdar unað öðru, en að
óskorað frelsi komist á og ríki í þessum málum — fult trúfrehi
og kenningarfrelsi\
Loki og Sigyn.
Svo segir í Snorra-Eddu um afdrif Loka eftir dauða Baldurs,
er hann hafði valdið.
»Nú var Loki tekinn griðalauss ok farit með hann í helli
nökkurn. Pá tóku þeir þrjár hellur ok settu á egg ok lustu rauf
á hellunni hverri. t*á váru teknir synir Loka, Váli ok Nari eða Narfi;
brugðu æsir Vála í vargs líki, ok reif hann í sundr Narfa, bróður
sinn. þá tóku æsir þarma hans ok bundu Loka með yfir þá
þrjá eggsteina; stendr einn undir herðum, annarr undir lendum,
ok þriði undir knésbótum, ok urðu þau bönd at járni. Pá tók
Skaði eitrorm ok festi upp yfir hann, svá at eitrit skyldi drjúpa
ór orminum í andlit honum; en Sigyn, kona hans, stendr hjá
honum ok heldr mundlaugu undir eitrdropa. En þá er full er
mundlaugin, þá gengr hon ok slær út eitrinu, en meðan drýpr
eitrit í andlit honum; þá kippisk hann svá hart við, at jörð öll
skelfr — þat kallit þér landskjálfta. far liggr hann í böndum til
ragnar0krs«.
Petta hafa nokkrir danskir listamenn spreytt sig á að mála
nú nýlega, enda hafði listaháskólinn heitið verðlaunum fyrir góð
málverk af því. Varð einn málarinn svo snjall, að vinna hinn
mikla verðlaunapening listaháskólans fyrir það málverk, sem
hér er sýnd teikning af. Heitir sá Jóhannes Glób, er verðlaunin
hlaut, og þykir það harla mikil fremd, ekki sízt þar sem nú eru
rúm 43 ár síðan nokkrum hefir hlotnast sú sæmd að fá þennan
verðlaunapening fyrir málverk. Fylgir þeim peningi 6000 kr. í
peningum, sæti í stjórnarráði listaháskólans og réttur til að sýna
málverk sín alla æfi á málverkasýningunni í Charlottenborgarhöll,
án þess að dómnefnd dæmi um það fyrirfram, hvort þau megi