Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1914, Side 60

Eimreiðin - 01.09.1914, Side 60
216 unni stendur, að sólin ilogi lárétt og hlý á hæðunum*. þá verður það naumast öðruvísi skilið, en að hún hafi verið að flatmaga þarna á hæðunum. En þó að maður vildi nú vera svo góðgjarn, að taka skýringu dr. G. F. gilda, þá yrði hugsunin samt meingölluð. Því hversvegna er það tekið fram í þessu sambandi, að sólin slogit og sé líhlýt. Er það sérstaklega einkennilegt fyrir sólina, þegar hún er komin niður að sjóndeildarhring og geislar hennar standa í lárétta stefnu? Það er þá alveg ný kenning. Hingað til hafa menn álitið sólina >loga« mest og vera heitasta, þegar hún er hæst á lofti og geislar hennar standa lóðrétt niður. En þetta verður að nægja sem dæmi upp á skýringavarnir dr. G. F., annars yrði það endalaust. En þá kemur vöm hans gegn þeirri ásökun, að E. B. nauðgi íslenzkunni og misþyrmi, afbaki orð- myndir og breyti merkingu þeirra og orðaskipun, eftir því sem hann þurfi á að halda, til þess að geta rímað. Og eru þá helztu úrræðin að flýja í orðabækur yfir fornmálið og vita, hvort þar finnist ekkert svipað. En þó stundum megi finna orð haft í einhverri merkingu í fornmálinu, þá er það engin sönnun þess, að leyfilegt sé að nota það í sömu merkingu í nútíðarmáli. Þau skáld, sem nú eru uppi á 20. öldinni, verða að yrkja á máli þeirrar aldar, en ekki á því máli, sem tíðkaðist á 9.—12. öld. Því »stolin orð frá dauðum draugum — duga ei til að prýða rit«, eins og Sig. Breiðfjörð kvað (hann sagði nú reyndar »nöfn«, en það kemur í sama stað niður). Að E. B. lætur ísland bera sdrif bjart men (= hálsfesti) yfir göf- ugum hvarmi«, vill dr. G. F. verja með því, að þegar þrymur segi í Frymskviðu »fjöld ák menja«, þá finnist honum tvtsýnt, að það hafi alt verið »hálshringir« eða »hálsfestar«. Auðvitað, þar þýðir »menjar« kostgripir yfirleitt. En hitt er meira tvísýnt, að þetta »menjar« eigi nokkuð skylt við »men«, heldur sé (eins og bæði Fritzner og Eiríkur Jóns- son álíta í orðabókum sínum) alt annað orð, sama orðið og »minjar«, sem menn af misskilningi hafa blandað saman við fleirtöluna af »men« og því ritað »menjar« (sbr. »menjagripur« f. »minjagripur«, »menjar lífsíns« (Fjölni I, 119) f. sminjar lífsins« o. s. frv.). Að »lýsa lið« sé gild og góð íslenzka, vill dr. G. F. verja með því, að hann hefir í Konungsskuggsjá fundið þessa setningu: »Sól hefir fengit fjölskylt embætti, því at hón skal lýsa allan heim ok verma«. En það sannar ekki mikið, hvað sé gild og góð íslenzka á 2o. öld, þó eitthvað finnist í norskum ritum frá 13. öld (eins og Konungsskuggsjá og Barlaams og Jósafatssogu). Norskusletta er ekki stórum betri en dönskusletta. »Hrygðin lá Agli harðla á munni« skilur dr. V. G. svo, að hon- um hafi verið gjarnt að tala um sorg sína, en það er rangt«, segir dr. G. F. »Orðin þýða að réttu: Hrygðin lá Agli harðlega, þ. e: þungt, á munni, og kemur það heim við það, sem Egill ícveður sjálfur í sorg sinni: »Mjök erumk tregt tungu at hrœra«. — Þetta síðasta er dagsatt, en því meiri fjarstæða er það hjá E. B., að segja, að hrygð- in hafi legið honum »harðla á munni*. Því »harðla« þýðir nú aldrei það (»þungt«), sem dr. G. F. vill láta það þýða, heldur einungis sama og »mjög«. Um þetta ber öllum íslenzkum orðabókum saman:

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.