Eimreiðin - 01.09.1914, Qupperneq 64
220
fyrir; þeir gera hver annan vitlausan þarna í Rvík með oflofi fyrir
argan leirburð, og E. B. hefir beinlínis dregið dár að fólkinu með
sínum Sanchó Pansa, Guðm. Fimbulfamb. Ritdómurinn er í alla
staði ágætur, og svo þótti konu minni líka; ég las hann fyrir henni.
Hinn »þétti leirs er ágæt fyndni, og ætti að verða orðskviður og nafn
á skáldskáp E. Ben. — — fú átt miklar þakkir skilið fyrir þennan
ritdóm, en færð þær nú samt líklega ekki hjá öllum. <
Sami maður ritar aftur 27. apríl:
»Ég var rétt í þessu að lesa svar Guðm. Fimb. í Skírni til þfn
út úr E. B það er dauðans þunt og magurt.«
Annar merkur rithöfundur skrifar 7. apríl:
»En vel á minst; ég þakka yður fyrir ritdóminn í EIMR. um
Einar Ben. og Hrannir hans. Ef til vill eruð þér þar nokkuð strang-
ur með köflum, en lofsöngurinn úr Guðmundunum, Finnb. og Friðj.,
var farinn að verka illa á mann; því var það hressandi að fá ritdóm
yðar Auðvitað eru góð kvæði í bókinni — gullfalleg sum; en af öllu
má ofmikið gera, og svo er um lofsönginn criticorum.«
íslenzkur læknir ritar 14. apríl:
»Loks vil ég grípa tækifærið til að »gefa yður mín komplíment«
fyrir hinn ágæta ritdóm yðar í Eimr. á »Hrönnum«. E. B. hefir gott
af því, að tekið sé í lurginn á honum stöku sinnum, því margt af síð-
ustu og seinni kvæðum hans er þvættingur og andlaus upptugga, og
sumt lítt skiljanlegt«.
íslenzkur lögfræðingur skrifar 1 g. apríl:
»Guðm. Finnb. svarar yður, sé ég, í síðasta »Skírni«, en er, væg-
ast talað, talsvert »mat« !«
Annar íslenzkur læknir ritar 29. apríl:
»Já, svo þakka ég þér fyrir ofanígjöfina til Einars Ben., hvað
sem dr. G. F. segir um það. Þessi moldviðrisskáldskapur er orðinn
mér hvimleiður í meira lagi og þakkarvert að víta.«
Gáfaður bókamaður á íslandi skrifar 11. maí:
»Mér þótti vænt um að sjá ritdóminn yðar um kveðskapinn hans
Einars frænda; en það verður líklega erfitt að venja hann af þessum
Ærutobba-kveðskap. En sá kveðskapur hlýtur aldrei margra manna hylli«.
f>ar sem bréfin eru sitt af hverju landshomi, eru þau dágóður
spegill af almenningsálitinu. V. G.
Enn um ,Hrannir‘ E. B
»Sínum augum lítur hver á silfrið« má segja um þá doktorana,
Valtý Guðmundsson og Guðm. Finnbogason, þar sem þeir em að
»skanderast« í Skírni og Eimreiðinni út af kveðskap E. Benediktssonar.
Mér finst nú, satt að segja, G. F. ekki takast vel að verja fegurð
kvæðanna í »Hrönnum«, þó hann vitni í Snorra, Konungsskuggsjá,
Egil og enda ensku skáldin líka!