Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1914, Side 69

Eimreiðin - 01.09.1914, Side 69
225 Höf. bókar þessarar er góðkunnur sem skáld og fræðimaður. Hefir hann, eins og fleiri af alþýðumönnum vorum, þrátt fyrir ýmsa örðug- leika, aflað sér aflvlðtækrar fræðslu og búnast betur að sínu í þá átt en mörgum þeim, er greiðari aðgang hafa átt að lindum heimsmenn- ingarinnar. «Saga hugsunar minnar« er tilraun til að skapa sér algilda heiins- skoðun. Margir hafa áður fengist við það efni, en flestum hefir farið svip- að og Þór forðum, er hann fékst við Elli í höll Utgarðaloka. Er höf. því engin minkun, þótt hann að líkindum eigi svipuðum örlögum að mæta. En þrátt fyrir það, þó höf. trauðla hafi hepnast að leysa úr höf- uðráðgátum lífsins, er bók hans að ýmsu leyti eftirtektaverð, ekki sfzt vegna þess, að þetta er í fyrsta sinn sem sjálfmentaður íslenzkur al- þýðumaður ritar um heimspekilegt efni. Að vísu er það meira trúar- þörf en rannsóknarþörf, er knýr hann til að hugsa, eftir því sem hann sjálfur segir, enda ber og ritið það með sér, að höf. er innilega trú- aður maður, en þó um leið of gagntekinn af sannleiksást, til þess að geta varpað allri skynsemi fyrir borð og trúað í blindni. Honum er eigi unt að segja credo quia absurdum, enda þótt trúin sé honum lífs- nauðsyn. Og heimsskoðun höf., eins og hún kemur fram í bók hans, er sprottin af knýjandi þörf hans á að skilja trú sína, að færa sjálf- um sér rök fyrir samræmi hennar við lífið í heild sinni. Bókin ber það með sér, eins og eðlilegt er, að höf. hefir eigi átt kost á að kynna sér nægilega rit vísindamanna um ýms þau efni, er hann ritar um, og annað hitt, að honum hættir til að taka það, sem hann hefir lesið, sem góða og gilda vöru, enda þótt það sé nú ef til vifl, sumt hvað, fremur skoðað sem fagur skáldskapur en sem vísindi, t. d. kenningar Swedenborgs. Sumstaðar gætir höf. þess ekki, að hann tekur of mikið gefið, t. d. þegar hann skýrir frá, hvernig hann hugsar sér að fyrsta heimsþokan myndist — fyrir áhrif, er einda- félag verði fyrir frá tveim sólum, er snúi vinaskautum saman. — En hvernig mynduðust þær tvær sólir? Yfir höfuð fer höf. og of nærri um störf og áhrif guðdómsins í kerfi sínu, til þess að úr því geti orð- ið raunhæf heimsskoðun. — En fyrir hann sjálfan getur kerfið haft sama gagn, engu að síður. Ymislegt er það í bókinnt, er bendir á, að höf. hugsi einkar skýrt, og að hann, ef honum heiði auðnast að verða nægrar mentunar að- njótandi, mundi hafa getað látið til sín taka í andans heimi. Vil ég t. d. benda á hugleiðingar hans um frjálsræði mannlegs vilja. í’ar kallar hann það að vísu skammsýni, að hann oftast nær veit ekki óð- ar en líður, hvað hann vill, — en hann er í engum vafa um, að hann sé nú svona gerður. Hér ber honum saman við franska heim- spekinginn Bergson, og að líkindum mundi höf. hafa fallist á ástæður hans, hefði hann þekt þær, nfl. að hin lifandi vera, maðurinn breytist án afláts — og geti þess vegna aldrei sagt fyrirfram, hvað hún muni vilja í hverju einstöku hugsanlegu tilfelli. Þá kemst höf. og að þeirri niðurstöðu, að þegar hann fyrir alvöru vilji eitthvað, þá geti hann ekki viljað hið gagnstæða. Og kveður höf. svo að orði, að frjálsræði komist þá ekki að hjá sér. Hér mun röng ályktun dregin af réttri

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.