Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1914, Page 71

Eimreiðin - 01.09.1914, Page 71
227 til skýringa, þegar þess þurfti við. Pá hefði bók hans orðið miklu betri og gallaminni, en hún er nú. Höf. hefir yfirleitt reist sér hurð- arás um öxl með því, að ætla að láta bók sína gína yfir öllu, fræða um málið á öllum öldum, sýna hvað væri fornt, hvað nýtt, hvað rangt, hvað útlenzkusletta og margt annað. En þetta er bæði honum og öðrum fullkomin ofætlun, svo nokkuð sé á því byggjandi, meðan saga tungu vorrar er jafnórannsökuð og hún enn er. Því þá rannsókn, sem til þess þarf, getur enginn einstakur maður gert á skömmum tíma; allrasízt sá, sem jafnan er hlaðinn mörgum annarlegum störfum, eins og herra Jón Ólafsson hefir verið, og heldur hefir ekki notið fullkom- innar vísindalegrar málfræðismentunar. Það verður því valt að treysta því, að staðhæfingar bókarinnar um aldur og gildi orða og orðmynda reynist ætíð réttar; og væri þá betur, að engar slíkar staðhæfingar hetðu staðið í bókinni, því þær geta leitt margan á villigötur, sem reiða sig um of á hana. Þetta eru stærstu gallarnir á bókinni, en kostirnir þeir, að hún inniheldur fjölda orða, sem aldrei hafa áður staðið í orðabókum, og þá ekki síður skýringar á mörgu, sem hvergi er hægt að fá annars- staðar. f’etta er svo mikill kostur, að mikið er fyrir það gefandi, og jafnvel tilvinnandi að loka augunum fyrir göllunum þess vegna. Að höf. muni þó ekki takast að ná í öll orð, sem til eru í málinu, er auðvitað mál, enda ómögulegt til þess að ætlast. f’að verður að vera verk framtíðarinnar að bæta því við, sem á vantar, og meiri líkindi til að það takist, ef einu sinni hefir verið byijað með orðabók yfir megin- þorra íslenzkra orða, sem fjöldi landsmanna hefir í höndum og fær því smámsaman tækifæri til að reka sig á, hvað í vanti af orðum, sem þeir þekkja. Til þess að fá fullkomna orðabók yfir tungu vora þarf hvort sem er samvinnu margra manna. V. G. PÉTUR GUÐMUNDSSON: ANNÁLL NÍTJÁNDU ALDAR. II. hefti. Akureyri 1913. (Verð 1 kr.). fetta hefti er jafnstórt 1. heftinu, 6 arkir, og nær yfir jafnlangt tímabil, næstu 7 árin af 19. öldinni, 1808—1814. Segir þar meðal annars frá Jörundi hundadagakóngi, en helzti stutt er þar yfir sögu farið og engar nýjungar í frásögninni. Óþægileg villa er það á bls. 102, þar sem sagt er, að Rósa barnsmóðir Jóns sýslumanns Jakobs- sonar, hafi nokkru seinna átt barn með Halldóri fö’burbróbur Jóns, í staðinn fyrir bróbur hans, eins og rétt er frá skýrt á bls. 134, því þar segir, að Halldór Jakobsson hafi verið föðurbróðir Jóns sýslumanns Espólíns, sonar Jóns Jakobssonar. Ekki er ólíklegt, að margir verði til að kaupa þennan annál, ekki sízt þar sem Árbækur Espólíns eru nú ófáanlegar, enda ná ekki yfii nema fyrsta þriðjung aldarinnar. V. G. HIÐ ÍSLENZKA FRÆÐAFÉLAG. Ársbækur félagsins 1914 eru nú út komnar og eru þær þessar : 1. Píslarsaga síra Jóns Magnússonar, 3. (og síðasta) hefti. (Verð kr. 1,50).

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.