Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1914, Page 75

Eimreiðin - 01.09.1914, Page 75
231 ng nokkuð mikil. Sagan er og prýdd myndum. — Pessi yngri bróðir séra Jóns, Ármann, gerðist og kaþólskur, en dó í Jesúítaskóla í Löwen 5 árum eftir að hann hafði gengið í Jesúítafélagið. V G. MYNDIR FRÁ ÍSLANDI (»Bilder aus Island«) kallar séra Jón Sveinsson rit- gerð, er hann hefir ritað í þýzka tímaritið »Leuchtturm« 1913 (VI, 21—23, bls. 718 - 724), og er hún prýdd mörgum og góðum myndum. Lýsingar séra Jóns á íslenzkri náttúrufegurð eru framúrskarandi góðar, og þó ritgerðin sé ekki löng, er vísast að hún geti haft töluverð áhrif — laðað margan manninn til að ferðast til Islands, til að sjá með eigin augum alla þá dýrð og náttúruundur, sem ritgerðin lýsir. Og þá mun séra Jón brosa í kampinn, því einmitt til þess hafa refarnir ver- ið skornir. V. G. ISLAND I FRAMSTIG heitir ritgerð, sem hinn þjóðkunni stjórnmálamaður Norðmanna H. E. Berner hefir ritað í tímaritið »Syn og Segn« (nóv. 1912), þar sem hann skýrir frá framförum þeim, sem orðið hafi á Islandi á seinni árum á öllum sviðum þjóðfélagsins. V. G. B. í\ BL0NDAL: EN ISLANDSR DRÖMMER OG HANS VISIONER. Svo heitir ritgerð, sem frú B. ?. Blondal hefir skrifað í danska tímaritið »Tilskueren« (1914, bls. 193 — 200), og er hún aðallega um drauma Hermanns Jónassonar, en þó jafnframt nokkuð um drauma yfirleitt. V G. ARNE M0LLER: ISLANDS FOLK I VORE DAGE. Khöfn 1913. Bæklingur þessi er út gefinn af háskólanefnd þeirri, sem annast um alþýðlega háskólafyrirlestra, enda er efnið í honum grundvallaratriði þriggja fyrirlestra, sem séra Arne Moller hefir haldið fyrir nefndina um ísland víðsvegar um Danmörku. Er 1. kaflinn um viðreisnartímabilið og Jón Sigurðsson, 2. um landið og náttúru þess, atvinnuvegi og samgöngur, framfarir og framtíðarhorfur, og hinn 3. um bók- mentir og andlegar framfarir, lyndiseinkenni þjóðarinnar og að lokum um samband Danmerkur og íslands. Bæklingurinn er ekki nema 14 bls. (verð 0,20) og er þar miklu efni laglega fyrir komið í litlu rúmi. Og svo er þar talað jafnt af þekkingu sem góðvilja, og er ekki minst í það varið. V. G. POESTION OG ÍSLAND. Eins og getið hefir verið um í íslenzkum blöðum varð hirðráð J. Poestion sextugur 7. júní 1913. Var hans þá, eins og lög gera ráð fyrir, víða getið og ritverka hans, og þar sem þau merkustu meðal þeirra einmitt eru um Island og íslenzkar bókmentir, þá urðu ýmsar af þessum ritgerðum aðallega um íslenzkan skáldskap. Pannig reit Friedrich Mnckermann alllanga grein í »Stim- men aus Maria-Laach« (10. h., 1913): »Zur Charakteristik der neu-islándischen Lyrik«, og Friederih an Sunde aðra í Leuchtturm« (VI, 21—23, 1913): >'Eine ideale Romantik«, þar sem þeir lýsa íslenzkri ljóðagerð og lofa hana mjög. Og lýs- mgu sína byggja þeir, að heita má, eingöngu á hinum ágætu þýðingum Poestions í »Islándiche Dichter der Neuzeit«, »Eislandbliiten« og riti hans um Stgr. Thorsteins-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.