Eimreiðin - 01.09.1914, Page 76
232
son. — f »Hamburger Zeitung* (io. jiíní 1913) og í »Tidens Tegn« (15. sept.
1913) eru greinar um Poestion og þá jafnframt nokkuð um íslenzknr bókmentir.
V. G.
PAUL HERRMANN: ISLAND. Das Land und das Volk. Leipzig 1914.
(Verð innb. M. 1,25).
Bók þessi, sem er 113 bls., og með 9 myndum, er liður í miklu ritsafni, sem
heitir »Aus Natur und Geisteswelt« (Nr. 461), og er höf. hennar oss kunnur orðinn
af ferðum sínum á íslandi (1904, 1908 og 1911) og hinu mikla riti sínu um ísland:
»Island in Vergangenheit und Gegenwart« (Leipzig 1907 og 1910). f’essi bók
er þó ekki neinn útdráttur úr því riti, heldur alveg sjálfstæð bók, lýsing á landinu
og þjóðinni. Skiftist landlýsingin í 5 kafla, þar sem skýrt er frá legu þess, dýra-
og plöntulífi, jarðfræði o. s. frv. Lýsingunni á þjóðinni er skift í 6 kafla, en hverj-
um þeirra aftur í smærri þætti. Er þar fyrst sögulegt yfirlit, þá um stjórnarskipun
vora og stjórnarfar, um skapferli þjóðarinnar, um fólksfjölda og fólksfjölgun, lækna-
skipun og heilbrigðisfar, um mannúðarráðstafanir, atvinnuvegi, samgöngur og fjármál,
hýbýli, klæðnað, siði, hjátrú og íþróttir, um málið, trúarbrögðin, uppfræðingu, bók-
mentir og listir.
Eins og af þessu má sjá, er hér furðanlega miklu efni komið fyrir í litlu rúmi,
og framsetningin þó jafnan skýr og skemtileg. Og mann getur ekki aiinað en furð-
að á, hve mikið útlendingur, sem hefir miklum öðrum störfum að gegna og semur
þetta í tómstundum sínum, veit um hagi vora. Auðvitað koma þar fyrir ýmsar smá-
villur, en til þess er varla takandi, enda hægt að fyrirgefa, þar sem kostirnir eru
svo yfirgnæfandi. Eins verður ekki til þess ætlast, að höf. þekki lög vor frá allra-
síðustu árum, sem sjálfsagt eru heldur ekki til í neinum bókasöfnum, sem höf. hefir
haft aðgang að. Hitt miklu meiri furða, hve mikið hann þekkir af nýrri breyting-
ingum hjá oss og nýjustu rannsóknir um ýmislegt viðvíkjandi þjóðhögum vorum.
Pað, sem á vantar, má laga í nýrri útgáfu og verður óefað gert.
Yfirleitt má segja, að þessi bók sé ágætisbók, samin af mikilli þekkingu, góð-
vild og talsverðri ritsnild. Hún verður óefað til þess að efla þekkingu útlendinga
á Islandi að miklum mun og einn af hornsteinunum undir framtíðarstarfsemi »ís-
landsvinanna« þýzku. Jafnvel íslendingar, sem þýzku kunna, ættu að fá sér þetta
glögga og gagnorða yfirlit, sem kostar ekki nema rúma krónu í laglegu bandi.
V G.
IRA ISLANDS NÆRINGSLIV. Kristiania 1914.
Þetta er allstór bók, 200 bls. í stóru broti, með sæg af myndum og ágætum
ytra frágangi (pappír og prentun), að öðru leyti en því, að prófarkalesturinn er
afarslæmur og prentvillur ódæma murgar og þær harla óþægilegar sumar hverjar.
Efnið er fyrst inngangur um stjórnarfar íslands að fornu og nýju, eftir Bjarna Jóns-
son frá Vogi, því næst lýsing á landinu og náttúru þess, eftir dr. Helga Jónsson,
þá um atvinnuvegi þess, og loks skrá yfir kaupmenn, iðnaðarmenn, banka, bóksala,
blöð o. s. frv. og grein um hvern einstakan. En ýmsum stórum kaupmönnum er
þar þó slept, og af blöðum þekkir bókin ekki önnur en Birkibeina, ísafold og
Austra. — Bókin kostar kr. 4,50, en meðlimir íslendingafélags í Khöfn geta fengið
hana fyrir kr. 3,00. V. G.