Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Blaðsíða 20
2 Þorv. Thoroddsen
m.), sem þá var taliö hæsta fjall á jörðunni, ekki komust
þeir alveg uppá topp fjallsins, því sprunga mikil hindraði,
en þeir komust á 5908 metra hæð, og var það hæst sem
nokkur maður þá hafði komið uppí lofthvolfið; andrúms-
loftið var þar svo ljett og þunt, að þeir áttu mjög örðugt
með andardrátt, höfðu ógleði og svima og hjelst það
nokkuð eftir að þeir voru komnir niður aftur ájafnsljettu.
Af þessari ferð varð Humboldt mjög frægur hjá almenn-
ingi í Európu og hló hann oft að því, að þessi klifur-
þraut hans hefði gert sig frægari hjá almenningi en öll
hin vísindalegu afrek hans. Humboldt gekk upp á ýms
önnur eldfjöll, þó þess sje eigi hjer getið, og auk þess
starfaði hann mikið að landmælingu, hæðamælingu, söfh-
un jurta, kynti sjer tungur Indíána og fornmenjar þeirra;
Humboldt ákvað á þessum ferðum hnattstöðu margra
staða með stjörnumælingum og lagði með því grundvöll
til nákvæmrar landmælingar. Pýðingarmiklar voru einnig
rannsóknir hans á ýmsum trjetegundum, sem kínín fæst úr.
Frá Quito fóru þeir Humboldt til Lima í Perú og
voru í þeirri ferð um 5 mánuði. enda gjörðu þeir marga
útúrdúra, fóru þvers yíir Andesfjöll niður í efsla dal
Amazónfljótsins og urðu ýmist að klöngrast yfir snæþak-
in fjöll og kaldar og berar hásljettur og öræfi, eða brjót-
ast gegnum frumskóga niður í brunaheitum dalskorum,
stundum lá leið þeirra um eyðimerkur, stundum um hín
blómlegustu hjeruð. Humboldt þoldi allar þrautir og vos-
búð og var aldrei misdægurt, þó hann væri oft á ferð
gegnum hin óheilnæmustu hjeruð. 1 Lima og í Callao,
sem er hafnarbær frá Lima, dvöldu þeir fjelagar í 3 mán-
uði og fundu altaf eitthvað nýtt á ferðum sínum um ná-
grennið. Humboldt gerði fræðimönnum fyrst kunnan hinn
kalda hafstraum, sem rennur norður með ströndum Suð-
urameríku og oft er síðan við Humboldt kendur, og hann
benti Európumönnum fyrstur á notagildi »guanós« til