Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Page 47
Natalie Zahle
47
með miklum krafti; trúhneigt fólk þyrptist í kirkju til
hans; en þá var mikill andlegur dauði í Kaupmannahöfn
og í Danmörku yfirleitt; ræður margra presta voru nokk-
urs konar þulur, sem enginn skildi eða nenti að hlusta á.
Vartov var einskonar gróðrarlundur í eyðimörkinni. Par
var líf. t’ar söng söfnuðurinn með, svo unun var á að
hlýða. Par var guðs orð prjedikað með sannfæringu og
trúarhita, og þar var altarisganga á hverjum sunnudegi.
Söfnuðurinn í Vartov var öðru vísi en aðrir söfnuðir í
höfuðstaðnum; það vissu allir; en það voru ekki allir, sem
skildu hvernig á því stóð. — Natalie Zahle var stöðugur
gestur í Vartov, meðan Grundtvig lifði, og höfðu kenn-
ingar hans mikil áhrif á hana.
Ulrikka Rosing dó úr brjóstveiki á meðan þær lásu
við kennaraskólann. Natalie harmaði hana sáran, því
Góður vinur er gulli betri,
aumur er sá, sem aleinn berst.
Pegar Natalie Zahle hafði tekið próf, auglýsti hún í
blöðunum, að hún tæki að sjer að kenna börnum, og að
stúlkur, sem ætluðu sjer að verða kenslukonur, gætu feng-
ið tilsögn og húsnæði hjá sjer. Hún leigði 5 herbergi á
horninu á Holmensgötu og Hummergötu, og rjeði til sín
gamla þjónustustúlku frá Nýjuborg. Húsgögn fekk hún að
láni, því lítil voru peningaráðin.
Þegar hún var búin að koma öllu fyrir eins og
henni líkaði, settist hún við gluggann á herberginu sínu
og beið þess, að lærlingarnir kæmu. En dagurinn leið
og enginn kom. Pegar hún var búin að bíða í heilt ár,
kom ein fullorðin stúlka, sem vildi búa sig undir að
verða kennari. Litlu seinna kom önnur til.. Eftir hálft
annað ár var tveimur börnum komið fyrir hjá henni.
Eins og nærri má geta var Natalie Zahle mjög hnuggin
yfir þessu. Hún safnaði skuldum og henni lá við að