Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Blaðsíða 186
i86
Suður-Jótland og Mikael Steffensen
Kbh. Aschehoug & Co. 1918, 72 bls. 8. Verð 1 kr. 50.
í þau 1000 ár, sem ísland hefur verið bygt, hefur lands-
mönnum aldrei verið stjórnað með þeirri harðneskju og áreitni
sem Suður-Jótum af Prússum síðan 1864. Bæklingur þessi
er yfirlit yfir sögu Suður-Jóta undir Prússastjórn, og eflaust
hið ljósasta yfirlit sem til er. Höfundurinn er frakkneskur,
prófessor í norrænum tungum við hinn fræga háskóla í París
og prýðilega vel að sjer um Norðurlönd. Hann hefur þá rit-
snild, sem Frökkum er viðbrugðið fyrir, ljósan, glöggan og
lipran rithátt.
Islendingar hefðu gott að kynna sjer, hvernig ein hin
mesta mentaþjóð heimsins hefur farið að gagnvart Suður-
Jótum. Hún vildi eyðileggja þjóðerni þeirra og tungu og ná
undir sig jörðum þeirra. Gustav Ottósen, sonur Johans
Ottósens sagnfræðings, hefur þýtt bók þessa, en prófessor Kr.
Nyrop ritað formálann fyrir henni.
Sönderjyden Mikael Steffensen. Minder og Breve.
Kbhvn. Aschenoug & Co. 1918. 97 bls. 4' mynd. í
ófriðnum mikla fjellu um 6000 Suður-Jóta, og einn af þeim
var Mikael Steffensen (d. 28. nóvember 1917). Hann hafði
þá verið 3 ár í hernaðinum og varð þrítugur tveim dögum
fyrir fall sitt. Hann var landbúnaðarkandídat, óvenjulega
hraustur maður, vandaður og hjálpsamur; í einu orði, hann
var afbragð annara manna. Honum unni hver maður, sem
kyntist honum og kunni að meta góðan dreng. Bók þessi
er æfisaga hans og allmikið safn af brjefum, sem hann ritaði
til frændfólks síns og vina þrjú síðustu árin. I’að er óvenju-
lega falleg bók, sem hver maður getur haft gott af að lesa.
S. C. Hammer, Wilhelm II. Kristiania, 1915. 64-
204 bls. 8. Bók þessi er saga Vilhjálms keisara frá upp-
hafi vega hans til 1915 og jafnframt merkur þáttur úr sögu
í’ýskalands á síðasta mannsaldri. Skapi keisarans er lýst og
gjörðum, og mun bók þessi vera hin besta, sem út hefur
komið um hann á Norðurlöndum, enda hefur hún nú verið
þýdd á sænsku. Af henni má skilja, hvers vegna hefur farið
svo fyrir keisaranum, sem raun er á orðin. Bókin kostar
3,25, sænska þýðingin 9 kr.
Just Bing, Ludvig' Holberg. Kristiania, Steenske
forlag, 1917. 160 bls. 8. Innb. 2 kr. 30. Höfundur æfi-
sögu þessarar, dr, Bing, er einn at hinum fremri rithöfund-
um Norðmanna nú um stundir, þeirra er rita um bókmenta-
sögu. Hann hefur meðal annars ritað norska bókmentasögu,
ágæta bók.