Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1919, Blaðsíða 39
Alexander von Humboldt
39
þá lítið, en síðar hefur sú veiki sem kunnugt er fengið
mikla útbreiðslu, og er orðin hrein og bein hætta fyrir
framtíð mannkynsins.
Pess var fyrr getið, að Al. v. Humboldt var heilsu-
linur í æsku, en það eltist snemma af honum og alla æíi
frá tvítugsaldri var hann óvanalega heilsuhraustur og
varð aldrei misdægurt, ellin vann seint bug á honum,
hann var allra ferða fær, kátur og kíminn í samkvæmum
og sístarfandi þess á milli ekki aðeins á áttræðisaldri,
heldur líka nærri kominn að níræðu, og altaf var Hum-
boldt að læra, hann hlustaði við og við á fyrirlestra
ýmsra frægra háskólakennara í ýmsum vísindagreinum,
jafnvel í málfræði og fornfræði fram yfir áttrætt, talaði og
skrifaði jafnlipurt 4 eða 5 tungumál og stóð í stöðugum
brjefaskiftum við fólk í öllum heimsálfum og skrifaði grúa
af brjefum, sum löng og skemtileg, á hverri nóttu; Hum-
boldt þurfti mjög lítinn svefn, svaf sjaldan meira en 4
klukkustundir og líktist að því Napoleon I. Af gömlum
vana frá ferðum sínum í Ameríku, skrifaði hann brjefin á
knje sjer og vanalega mjög línuskakt með örsmáu letri.
Nokkuð af brjefum Humboldts til hinna helstu kunningja
hans og vina hafa síðar verið prentuð í 11 eða 12 bind-
um. Seinustu árin lá hann við og við nokkra daga í
kvefsótt, og 1857 fekk hann dálitla aðkenningu af slagi,
en náði sjer fljótt algerlega. Spaugast Humboldt oft að
því í brjefum sínum, hve forgamall hann sje orðinn, en
andvarpar stundum yfir því, að hann sje búinn að lifa alla
vini sína og vandamenn. það hafði margt drifið á dag-
ana fyrir honum, hann hafði lifað og sjeð ótal stjórn-
breytingar og þekt persónulega nærri hvern mann, sem
einhvern verulegan þátt hafði tekið í andlegum störfum
mannkynsins og sögulegum viðburðum í Európu og
Ameríku í 70 ár, einmitt á miklum byltingartímum. Það
sjest á brjefum og ritum þeirra tíma, að Humboldt hefur